

Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims í dag og Jose Mourinho þénar mest allra knattspyrnustjóra samkvæmt úttekt France Football-tímaritsins.
Spænska dagblaðið Marca staðhæfir í dag að varnarmaðurinn Pepe frá Portúgal hafi samþykkt nýjan samning við Real Madrid og að hann verði samningsbundinn félaginu til 2015.
Real Madrid náði að minnka mun Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig í kvöld. Real vann þá góðan útisigur á nágrönnum sínum í Atletico, 1-2.
Barcelona jók forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-1 heimasigri á Getafe. Forskot Barcelona er nú átta stig.
Real Madrid og Barcelona verða bæði í pottinum þegar það verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn. Þar verða einnig Chelsea, Inter Milan, Manchester United, Schalke, Shakhtar Donetsk og Tottenham.
Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi. Spánverjinn hefur verið atvinnulaus frá því honum var sagt upp störfum á Ítalíu en hann spænskir fjölmiðlar telja miklar líkur á því að hann fari á gamalkunnar slóðir og taki við þjálfun Valencia á Spáni.
Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann.
Barcelona gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Sevilla á útivelli í fjörugum leik í spænsku deildinni í knattspyrnu. Barcelona hefur eftir leikinn fimm stiga forystu á toppnum á Real Madrid sem vann Hércules í gær.
Frakkinn Karim Benzema hefur leikið frábærlega að undanförnu og skoraði bæði mörk Real Madrid í sigri liðsins á Hercules í spænsku deildinni í kvöld, 2-0.
Brasilíumaðurinn Luis Fabiano, leikmaður Sevilla á Spáni, hefur ákveðið að snúa aftur til heimalandsins og hefur hann gert fjögurra ára samning við Sao Paulo.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi.
Emmanuel Adebayor er greinilega ánægður með tilveruna hjá Real Madrid og segir að skotárásin í Afríku í fyrra hafi kennt sér að njóta lífsins. Hann vonast til að hann verði áfram hjá Madrid eftir að lánssamningurinn rennur út.
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið lengi frá vegna meiðsla en gæti náð leik Real Madrid gegn Barcelona úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í næsta mánuði.
Seydou Keita skoraði mikilvægt mark fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Real Zaragoza á Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Barcelona náði þar með tíu stiga forskoti á Real Madrid sem á leik inni á morgun á móti Racing Santander á útivelli.
Maður vopnaður hnífi er sagður hafa ráðist að Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid, á flugvelli á Spáni í síðustu viku.
Það voru skin og skúrir hjá Cristiano Ronaldo í 7-0 sigri Real Madrid á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Ronaldo skoraði þrennu í leiknum en varð síðan að fara meiddur af velli.
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu er Real Madrid fór hamförum gegn Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og vann 7-0 sigur.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var lagður inn á spítala í gærkvöldi eftir 1-0 sigur Barcelona á Valencia í spænsku deildinni. Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppnum með þessum sigri.
Lionel Messi var enn og aftur hetja Barcelona er hann tryggði sínum mönnum nauman 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Barcelona ætti að vera í toppformi gegn Valencia í kvöld því liðið hefur endurheimt þá Xavi og Dani Alves. Ekki var búist strax við Xavi en hann hefur náð góðum bata á skömmum tíma.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, gæti misst af leik liðsins á móti Valencia í spænsku deildinni á morgun þar sem hann er mjög slæmur í mjóbakinu. Guardiola var ekki með á æfingu í dag og fór þess í stað í meðferð hjá baksérfræðingi.
Real Madrid missteig sig illilega í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Deportivo la Coruna á útivelli.
Barcelona náði í kvöld átta stiga forskoti í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið vann þá öruggan útisigur á Mallorca, 0-3.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, vill fá mun meira frá franska framherjanum Karim Benzema sem hefur ekki staðið undir væntingum hjá Real Madrid.
Zlatan Ibrahimovic er greinilega enn ósáttur við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, og segir að það hafi verið stjóranum að kenna að hann fór frá félaginu í sumar.
Pep Guardiola skrifaði í gær undir samning við Barcelona um það að verða þjálfari liðsins til vorsins 2012. Guardiola er á sínu þriðja tímabili með Katalóníuliðið og getur með þessum samning orðið aðeins fjórði þjálfari félagsins í sögunni sem klárar fjögur tímabil í röð með liðið.
Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Arsenal sé á leiðinni að fá til sín efnilegan miðjumann frá Barcelona og segja þetta minna mikið á það þegar Arsenal-menn nældu í Cesc Fabregas á sínum tíma. Joan Toral er sextán ára miðjumaður sem hefur verið í unglingaliði Barcelona í mörg ár en hann vill nú fara frá spænsku meisturunum.
Barcelona verður án miðjumannsins Xavi Hernandez á næstunni vegna meiðsla sem leikmaðurinn varð fyrir um helgina. Xavi fór í myndatöku í gær og þar kom í ljós að hann hafði rifið vöðva í vinstri fæti. Meiðslin teljast þó ekki vera mjög alvarleg.
Lionel Messi var hetja Barcelona sem vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Lionel Messi segist þess fullviss að Cesc Fabregas muni einn daginn ganga til liðs við æskufélag sitt, Barcelona.