Ítalski boltinn

Emil í liði Reggina sem tapaði - AC Milan tapaði einnig
Reggina tapaði í dag sínum fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa komist yfir gegn Chievo þegar átján mínútur voru til leiksloka. AC Milan tapaði einnig sínum leik.

Spænski og ítalski boltinn af stað
Í gær hófst keppni í bæði spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu og er Jose Mourinho þegar búinn að tapa sínum fyrstu stigum með Inter.

Abramovich setur Real Madrid afarkosti
Eftir því sem spænska dagblaðið Marca heldur fram í dag er þolinmæði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, senn á þrotum hvað varðar áhuga félagsins á Robinho, leikmanni Real Madrid.

Kaka ætlar að vera áfram hjá Milan
Brasilíumaðurinn Kaka segist ekki vera á leið frá AC Milan til Chelsea. Hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Milan.

Mourinho: Sheva var ofdekraður hjá Milan
Jose Mourinho telur að ástæðan fyrir því að Andriy Shevchenko náði sér aldrei á strik hjá Chelsea er sú að hann hafi verið ofdekraður hjá AC Milan.

Inler hafnaði Arsenal
Gokhan Inler, leikmaður Udinese, hafnaði því að ganga til liðs við Arsenal eftir því sem umboðsmaður hans sagði.

Quaresma á leið til Inter
Gazzetta dello Sport segir Portúgalann Ricardo Quaresma á leið til Inter á Ítalíu á næstu tveimur sólarhringum.

Moratti í skýjunum eftir að Inter vann Ofurbikarinn
Massimo Moratti, forseti Inter, leyndi ekki gleði sinni eftir að Inter vann Ofurbikarinn á Ítalíu í gær. Liðið mætti Roma í úrslitum og vann í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

Bianchi til Torino
Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.

Shevchenko fer ekki til Milan
Andriy Shevchenko fer ekki til AC Milan á nýjan leik eftir því sem forseti félagsins, Silvano Ramacconi, segir.

Shevchenko á leið í AC Milan?
Andriy Shevchenko er að fara að ganga til liðs við AC Milan á nýjan leik. Þetta segir Silvano Ramaccioni, stjórnarmaður ítalska liðsins.

Enn heldur Inter hreinu
Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum.

Baptista til Roma
Julio Baptista hefur samið við ítalska liðið Roma. Þessi brasilíski landsliðsmaður kemur frá Real Madrid en hann hefur verið á óskalista Rómverja í talsvert langan tíma.

Sissoko framlengir samning sinn við Juventus
Mohamed Sissoko hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus til loka tímabilsins 2013.

Mourinho kominn með fyrstu verðlaunin hjá Inter
Ítalíumeistarar Inter sigruðu þýsku meistarana í Bayern München 1-0 í leik um Beckenbauer-bikarinn í gær. Það var Brasilíumaðurinn Mancini sem skoraði sigurmarkið.

Galliani fundar með Ancelotti
Chelsea vann 5-0 sigur á AC Milan á æfingamóti sem fram fór um helgina. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur boðað þjálfarann Carlo Ancelotti á fund í dag þar sem ræða á leikinn.

Mourinho: Ranieri er gamall og hefur ekki unnið neitt
Jose Mourinho er ekki lengi að stela sviðsljósinu hvar sem hann kemur og í dag baunaði Inter-þjálfarinn skotum á Claudio Ranieri, þjálfara Juventus.

Inter í viðræðum við Ferrari
Ítalska liðið Inter er komið í viðræður við varnarmanninn Matteo Ferrari sem er samningslaus. Meiðslavandræði hafa herjað á leikmenn í öftustu línu Ítalíumeistarana.

Corradi aftur til Ítalíu
Sóknarmaðurinn Bernando Corradi er genginn til liðs við ítalska liðið Reggina frá Manchester City. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í herbúðum Reggina.

Totti vill enda ferilinn hjá Steua Búkarest
Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, sló á létta strengi á blaðamannafundi eftir að Roma tapaði 3-1 fyrir rúmenska liðinu Steua Búkarest í æfingaleik um helgina.

Mourinho: Ég er hér til að læra
„Það eru margir frábærir þjálfarar á Ítalíu og ég er hér til að læra, ekki láta sem einhver prófessor," sagði Jose Mourinho í ítarlegu viðtali sem birtist í ítölsku dagblaði á morgun.

Roma gefst upp á að fá Mutu
Luciano Spalletti, þjálfari Roma, hefur gefið upp alla von um að fá Adrian Mutu frá Fiorentina.

Dóttur Mexes var rænt
Vopnaðir menn rændu bíl Philippe Mexes meðan ung dóttir hans svaf í aftursætinu. Franski landsliðsmaðurinn var kominn fyrir utan heima hjá sér eftir að hafa farið út að borða með fjölskyldunni.

Sigur í fyrsta leik hjá Mourinho
Inter Milan sýndi engin glæsitilþrif í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Al-Hilal í fyrsta æfingaleiknum undir stjórn Jose Mourinho. Það var Nicolas Burdisso sem skoraði sigurmark Inter í leiknum.

Stuðningsmenn Inter bauluðu á Mourinho
Jose Mourinho fékk í dag að upplifa þá óskemmtilegu reynslu að láta stuðningsmenn Inter baula á sig. Þjálfarinn uppskar reiði þeirra þegar hann ákvað á síðustu stundu að hafa æfingu liðsins í dag á bak við luktar dyr.

Mafían reyndi að kaupa Lazio
Stjórnvöld á Ítalíu telja að alræmd ítölsk glæpasamtök hafi reynt að kaupa knattspyrnufélagið Lazio. Félagið hefur átt í fjárhagsörðugleikum undanfarin ár.

Roma með tilboð í Mutu
Roma hefur staðfest að félagið hafi gert tilboð í Adrian Mutu hjá Fiorentina. Rúmeninn hefur verið orðaður við Rómarliðið í allt sumar en í fyrsta sinn er áhugi Roma staðfestur.

Mourinho: Ég er með frábæran tannlækni
Hinn litríki Jose Mourinho er þegar byrjaður að setja mark sitt á ítalska boltann eftir að hann tók við þjálfun Inter Milan.

Giuly semur við PSG
Vængmaðurinn Ludovic Giuly hefur gert þriggja ára samning við PSG í Frakklandi eftir eitt ár hjá Roma á Ítalíu. Giuly var lykilmaður í velgengni Barcelona árið 2006 en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá kappanum. Hann var aðeins 17 sinnum í byrjunarliði Roma á síðustu leiktíð.

Ronaldinho gerði þriggja ára samning
Ronaldinho hefur nú formlega verið kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður AC Milan á Ítalíu. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og á myndinni með fréttinni má sjá kappann í búningi Milan.