
Þýski boltinn

Hopp þurfti að opna veskið til að bjarga Hoffenheim í sumar
Viðskiptajöfurinn Dietmar Hopp, sem á 98 prósenta hlut í þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim, þurfti að reiða fram 29,5 milljónir evra í sumar svo að lið félagsins fengi keppnisleyfi í deildinni í vetur.

Íslandsbaninn Moa vekur athygli
Umboðsmaður norska framherjans Moa segir að mörg stórfélög í Evrópu séu nú með kappann undir smásjá.

Þjálfari Wolfsburg sektar leikmenn fyrir að hlýða sér ekki inn á vellinum
Felix Magath, þjálfari þýska liðsins Wolfsburg, kallar ekki allt ömmu sína og þegar hann skipar fyrir þá eiga leikmenn hans að hlýða. Magath hefur nú sektað tvo leikmenn Wolfsburg um tíu þúsund evrur hvorn til að klikka á því að fylgja leikskipulagi hans inn á vellinum en það er sekt upp á 1,6 milljónir íslenskra króna.

Alexander Hleb lánaður til Wolfsburg
Barcelona hefur lánað Hvít-Rússann Alexander Hleb til þýska liðsins Wolfsburg. Hleb hefur átt erfitt uppdráttar í boltanum síðan hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal árið 2008.

Elia til Juventus - samdi til fjögurra ára
Hollenski landsliðsmaðurinn Eljero Elia er genginn til liðs við Juventus á Ítalíu. Elia, sem kemur frá Hamburg, skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska liðið.

Lahm ráðleggur samkynhneigðum knattspyrnumönnum að halda sig í skápnum
Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, ráðleggur samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu að halda sig í skápnum. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar að sögn bakvarðarins.

Gomez með þrennu þrátt fyrir að misnota vítaspyrnu
Mario Gomez skoraði öll þrjú mörk Bayern München sem vann 3-0 útisigur á Kaiserslautern. Gomez misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Dalglish hreinsar til - Kyrgiakos til Wolfsburg
Grikkinn Sotirios Kyrgiakos er á leið til þýska liðsins Wolsburg. Þýska blaðið Kicker greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Blaðið segir varnarmanninn hárprúða hafa skrifað undir tveggja ára samning.

Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke
Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.

Real Madrid skilaði mestum tekjum sjötta árið í röð
Deloitte hefur enn á ný tekið saman lista sinn yfir þau fótboltafélög sem skiluðu mestu tekjum í evrópska fótboltanum og það hefur ekkert breyst á toppnum.

Þriggja ára bann fyrir skítkast í bókstaflegri merkingu
Forráðamenn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa sett þrjá áhorfendur í þriggja ára bann frá öllum leikjum í þýska fótboltanum eftir framkomu þeirra á leik liðsins um síðustu helgi.

Dortmund mun bara selja Götze til liðs utan Þýskalands
Borussia Dortmund ætlar ekki að selja undrabarnið sitt Mario Götze til annars félags í Þýskalandi en þetta ítrekaði framkvæmdastjórinn Hans-Joachim Watzke í dag. Mario Götze hefur vakið mikla athygli að undanförnu en þessi 19 ára strákur átti mikinn þátt í því að Dortmund varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn
Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Notaði hátíðnihljóð til að þagga niður í stuðningsmönnum mótherjanna
Starfsmaður Hoffenheim, liðs Gylfa Þórs Sigurðssonar í þýska boltanum, hefur verið rekinn eftir að hann varð uppvís að því að nota hátalarakerfi vallarins til þess að þagga niður í stuðningsmönnum mótherjana.

Hoffenheim sigraði Borussia Dortmund
Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og sigraði Þýskalandsmeistara, Borussia Dortmund, 1-0 en sigurmarkið kom eftir tíu mínútna leik þegar Sejad Salihović skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.

Félagi Gylfa Þórs hjá Hoffenheim lánaður til Spánar
Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.

Birgit Prinz leggur skóna á hilluna
Þýska knattspyrnukempan Birgit Prinz hefur lagt skóna á hilluna. Prinz, hefur verið ein besta fótboltakona heims undanfarin áratug, tilkynnti ákvörðun sína í dag.

Löw: Götze gerir einföldu hlutina svo vel
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær.

Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi
Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni.

Bayern München tapaði fyrir Mönchengladbach
Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og sigraði stórliðið, Bayern München, 1-0, á Allianz Arena, heimavelli Bayern í dag. Eina mark leiksins gerði Igor de Camargo þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Beckenbauer: Goetze er okkar Messi
Þýska goðsögnin, Franz Beckenbauer, fer fögrum orðum um Mario Goetze, leikmanns Borussia Dortmund, eftir að félagið sigraði Hamburg, 3-1, í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Hoffenheim tapaði án Gylfa
Hoffenheim fer ekki vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag fyrir Hannover á útivelli, 2-1, í fyrstu umferð deildarinnar.

Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær.

Dortmund hóf titilvörnina á sigri
Fyrsti leikur þýsku deildinnar fór fram í kvöld þegar heimamenn í Dortmund unnu öruggan 3-1 sigur á Hamburg. Dortmund fór alla leið í deildinni í fyrra og óhætt að segja að þeir byrji titilvörnina vel.

Gylfi frá í 2-3 vikur - missir líklega af landsleiknum
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður, er meiddur á hné og verður ekki með liði sínu, Hoffenheim, þegar það mætir Hannover í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Stjóri Dortmund æfur út í knattspyrnusamband Paragvæ
Jürgen Klopp, knattspyrnustjöri Borussia Dortmund, gagnrýnir knattspyrnusamband Paragvæ vegna meiðsla framherjans Lucas Barrios. Hann segir meiðsli Barrios alvarlegri en Paragvæarnir höfðu tjáð honum.

Leikmenn mega ekki fá sér húðflúr á keppnistímabilinu
Forráðamenn þýska fótboltaliðsins Werder Bremen hafa bannað leikmönnum liðsins að fá sér húðflúr á meðan keppnistímabilið stendur yfir. Að mati félagsins eiga leikmenn liðsnis ekki að standa í slíkum aðgerðum á meðan þeir eru í vinnunni og geta þeir aðeins skreytt líkama sinn á meðan þeir eru í sumarfríi.

Boateng bræður mætast í beinni í München í dag
Heimamenn í Bayern München taka á móti ítölsku meisturunum AC Milan á Allianz-vellinum á Audi Cup síðdegis í dag. Í hinum leik keppninnar mætast Evrópumeistarar Barcelona og Suður-Ameríkumeistarar árið 2010 Internacional.

Solbakken tók fyrirliðabandið af Podolski
Stale Solbakken, nýr þjálfari þýska liðsins Köln, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski. Brasilíski varnarmaðurinn Pedro Geromel mun bera bandið á komandi tímabili.

Neuer má ekki kyssa merki Bayern
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.