Meðferðarheimili

Meðferðarúrræði fyrir fólk með heilaskaða sett á legg
Framheilaskaði hefur verið hálf falið leyndarmál á Íslandi en á hverju ári hljóta eitt þúsund til fimmtán hundruð manns framheilaskaða, þar af verða tvö til þrjú hundruð manns öryrkjar og tugir glíma við hegðunarvandamál sem gerir alla meðferð erfiða.

Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum.

Miklu meiri hetjudáð að sigrast á fíknivanda en að hjóla þvert yfir landið
Rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi ætlar að hjóla og hlaupa fyrir samtök sem hann segir hafa bjargað lífi dóttur sinnar.

Stríðsmenn Andans gefa Krýsuvík svitahof
Stríðsmenn andans ætla að gefa meðferðarheimilinu Krýsuvík svitahof. Svitahofið verður hluti af meðferð og verður opnað í lok júlí eða byrjun ágúst.

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.

Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð
Geta þurft að bíða í þrjá mánuði.

Langtímameðferð í nærumhverfi bjóðast sex til átta börnum
Meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda verður reist í Garðabæ. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu til að geta boðið börnum upp á langtíma meðferð í sínu nærumhverfi.

Börn í vanda hýst í Garðabæ
Byggja á eitt þúsund fermetra meðferðarheimili í Garðabæ við Vífilsstaðaháls fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda.

Gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir unglingum gæti fjölgað
Margt bendir til að gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir unglingum gæti fjölgað á næstu árum. Þetta segir forstjóri Barnaverndarstofu. Hann varar við því að setja á fót sérstakt unglingafangelsi - það gæti leitt til fleiri fangelsisdóma yfir börnum.