Hjartastopp hjá Christian Eriksen

Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu
Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað.

Bjargráður verður græddur í Eriksen
Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð.

Talaði við Eriksen í mánuð um hvernig hann ætlaði að nota hann í Belgíuleiknum
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian Eriksen í leiknum á móti Belgum á EM en ekkert verður að því að Eriksen spili þann leik.

Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik.

„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen
Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum.

Eriksen brosandi og þakklátur í nýrri kveðju
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir að hafa verið lífgaður við á fótboltavellinum á laugardaginn var. Hann vildi þakka öllum fyrir stuðninginn og sendi frá sér mynd og kveðju á samfélagsmiðlum.

Vill að allir fótboltamenn fari á skyndihjálparnámskeið eftir atburði helgarinnar
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vill að allir leikmenn, atvinnu- og áhugamenn, fari á skyndihjálparnámskeið eftir atvikið hræðilega á Parken.

Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur
Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina.

Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt
Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið.

Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður
Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var.

Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp
Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum.

Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp
Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig.

Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp
Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær.

Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær.

Danska liðið fékk áfallahjálp
Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins á EM
Leikir gærdagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu féllu að stórum hluta í skuggann á hræðilegu atviki sem átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“
Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands.

BBC biðst afsökunar á að hafa sýnt Eriksen á vellinum
Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu.

Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika
Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks.

Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku
Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir.

Hetjan Simon Kjær
Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.

Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen
Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

England frestar blaðamannafundi sínum
Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld
Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala
Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug.