
Sambandsdeild Evrópu

„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku.

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“
Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga.

Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki
Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“
Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins.

Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni
Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

„Púsluspilið gekk ekki upp“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir.

Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“
Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos.

Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu
Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.

Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum
Víkingar spiluðu í gærkvöldi síðasta leik sinn fyrir umspilsleikina tvo á móti gríska stórliðinu Panathinaikos.

Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni
Það ætlar ekki af Róberti Orra Þorkelssyni, nýjum leikmanni Víkings, að ganga. Hann meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af komandi Evrópuævintýri.

„Það fór eitthvað leikrit í gang“
Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið.

Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki
Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar
Sölvi Geir Ottesen var í dag kynntur sem nýr aðalþjálfari Víkings í fótbolta karla. Beðið hefur verið eftir þessu frá því að ljóst varð að Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við íslenska landsliðinu.

Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn
Talið er líklegast að heimaleikur Víkings gegn gríska félaginu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í knattspyrnu fari fram í höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn.

Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga
Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr.

Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis
Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis.

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis
Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Sambandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fótbolta.

Víkingar mæta liði Sverris og Harðar
Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi.

Víkingar unnu sér inn 830 milljónir
Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári.

Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“
Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær.

Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar
Vitória Guimares gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina. Liðin enda því í öðru og þriðja sæti Sambandsdeildarinnar með 14 og 13 stig.

Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur
Chelsea vann öruggan 5-1 sigur gegn Shamrock Rovers í lokaumferð Sambandsdeildarinnar. Þetta var sjötti sigur Chelsea í jafnmörgum leikjum. Shamrock Rovers munu fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum.

Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri
Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót
Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum.

Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni
Tveir leikir í Sambandsdeildinni hafa orðið fyrir töluverðum truflunum af völdum áhorfenda. Hlé var gert á leik Djurgården og Legia vegna blysa sem kastað var inn á völlinn og Christopher Nkunku, leikmaður Chelsea, átti erfitt með að taka hornspyrnu vegna klósettpappírskasts.

Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa
Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar.

The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi
Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram
Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar.