Efnahagsbrot

Vextir og verðbólga farin að bíta verulega á heimili og fyrirtæki
Mikil verðbólga og háir vextir á undanförnum misserum gæti leitt til samdráttar en hagvöxtur á Íslandi hefur snarminnkað á síðustu mánuðum. Seðlabankastjóri segir kjarasamninga hins vegar góð tíðindi, peningastefnan væri að virka og allt væri á réttri leið.

Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti
Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Skýringar eiginkonunnar dugðu ekki í Landsrétti
Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti.

Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest
Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði.

Þungur dómur Zuisma-bróður stendur
Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur.

Stal fjórum greiðslukortum og tók út 760 þúsund úr hraðbanka
Kona var sakfelld í Héraðsdómi Vesturlands í vikunni fyrir að hafa stolið greiðslukortum fjögurra einstaklinga og tekið af kortunum fjárhæðir sem námu um 760 þúsund krónum.

Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti
Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl.

Fyrrverandi bæjarstjóri á Nesinu gjaldþrota
Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu í dag.

Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg
Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður.

Tók 1,4 milljónir út af stolnum greiðslukortum
Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir að taka 1,4 milljónir króna út af stolnum greiðslukortum árið 2017.

Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik.

Fjórtán mánaða fangelsi og 197 milljóna króna sekt
Sigurður Kristinn Árnason hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og greiðslu tæplega 197 milljóna króna sektar, fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur þriggja félaga og eigin framtöl.

Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei
Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki.

Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt
Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist.

Verslunarstjóri dæmdur fyrir fjárdrátt
Fyrrverandi verslunarstjóri verslunar Krónunnar í Nóatúni hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa dregið sér samtal tæpa milljón króna frá versluninni.

Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags
Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.

Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi
Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu.

Dró sér tæpa milljón árið 2018 og fær ekki refsingu
Kona var sakfelld fyrir fjárdrátt í gær vegna millifærslna af reikningi félags, sem hún framkvæmdi árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki unnt að kenna konunni um drátt málsins.

Himinhá sekt og fangelsisdómur fyrir skattsvik
Ragnar Már Svansson Michelsen hefur veruð dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, sem er skilorðsbundin að langmestu leyti, og greiðslu tæplega 134 milljóna króna sektar fyrir stórfellt skattalagabrot.

Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur
Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt.

Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði
Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Hæstiréttur sneri við dómi sem hefur þegar verið afplánaður
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing.

Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn.

Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins.

Dæmdur í fangelsi og 153 milljóna sektar vegna skattabrots
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi og greiðslu 153 milljóna króna sektar fyrir meiri háttar skattabrot.

Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn.

Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína
Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Sagðist hafa fundið tíu þúsund evrur á leið heim úr skólanum
Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notað peninga í verslunum og í Háspennusal sem þeir máttu gruna að væru falsaðir. Ófjárráða stelpa kom að því að skipta fölsuðum evruseðlum í íslenska peninga.

Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn.