Handbolti

Fréttamynd

„Fæ leyfi til þess sem ég er góður í“

„Maður vaknar ekki allt í einu einn morgun og ætlar að verða bestur. Þetta tekur tíma og er bara vinna,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem farið hefur á kostum í þýsku deildinni í handbolta, þeirri sterkustu í heimi.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Voru enn­þá með úti­vistar­tíma þegar þau byrjuðu saman

Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár.

Lífið
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad

Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Handbolti
Fréttamynd

Leik Selfoss og Gróttu frestað vegna veirunnar

Kórónaveiran hefur sett strik í reikning Olís-deildar karla í handbolta eftir að smit greindist í herbúðum Selfyssinga. Leik liðsins gegn Gróttu sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Arons og félaga | Kielce lyfti sér upp að hlið Barcelona

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg þurftu að sætta sig við sitt fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu er liðið heimsótti ungverska liðið Pick Szeged í A-riðili, 31-28. Á sama tíma unnu Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce nokkuð öruggan fimm marka sigur gegn PSG, 38-33, og er liðið nú á toppi B-riðils ásamt Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

Fannst við spila frábærlega

HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Sandra markahæst í tapi

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í tapi Álaborgar gegn SønderjyskE í dönsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 22-28.

Handbolti