Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Hindranir heyrnar­lausra

Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­gilding fatlaðs fólks á vinnu­markað

Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur.

Skoðun
Fréttamynd

Lífi fatlaðs fólks slegið á frest

Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin!

Skoðun
Fréttamynd

Góð sam­vinna og sam­tal er upp­skrift árangurs

Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Þar leika málefnahópar ÖBÍ stórt hlutverk með tengingu sinni í aðildarfélögin. Þeirri vinnu er mikilvægt að halda áfram sem og að virkja og valdefla unga fólkið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi fé­lags­legs stuðnings fyrir ung­menni

Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni.

Skoðun
Fréttamynd

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju

Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október.

Skoðun
Fréttamynd

… hver er á bakvakt?

Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hugum að heyrn

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: Sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Öll eru þau jafn mikilvæg. Þeir sem fæðast með heyrn reiða sig mikið á hana og vilja halda í hana sem lengst. Með snemmtækri íhlutun og forvörnum er hægt að kortleggja og bregðast við ef svo sé ekki raunin. Fólk á öllum aldri býr við skerta heyrn og með hækkandi aldri minnkar heyrnin, um eftirlaunaaldur má búast við tvöföldum fjölda heyrnarskertra einstaklinga. Einn af hverjum sex Íslendingum með skerta heyrn.

Skoðun
Fréttamynd

„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“

…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun?

Skoðun
Fréttamynd

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Innlent
Fréttamynd

Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi

Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin

Innlent
Fréttamynd

„Við­horf sveitar­fé­laga til mála­flokksins bitnar harka­lega á við­kvæmum hópi“

„Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn.

Innlent
Fréttamynd

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Innlent
Fréttamynd

Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel

Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna.

Innlent
Fréttamynd

Styðja við Hjör­dísi sem missti fæturna í kjöl­far sýkla­sóttar­losts: „Hjör­dís er okkar besta kona“

Hjördís Árnadóttir veiktist skyndilega árið 2011 og var lögð inn á spítala eftir sólarhrings veikindi. Í ljós kom að hún var með svæsna sýklasótt sem leiddi til sýklasóttarlosts og þess vegna varð að taka af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Hún var þá einstæð, þriggja barna móðir og var veik í langan tíma. Veikindi leiddu til örorku og heilsutjóns sem hún er enn að berjast hetjulegri baráttu við.

Lífið
Fréttamynd

Höfða mál á hendur ríkinu vegna út­burðarins

ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn.

Innlent
Fréttamynd

Ertu anti-woke eða er þetta rétt í nösunum á þér?

Hugtakið ,,woke“ hefur verið til í mörg ár. Það vísar til þess að vera meðvitaður um og ögra kerfisbundnum kynþáttafordómum, kynjamisrétti, misréttlæti gegn fólki með andleg veikindi, hinsegin fóbíu og annars konar kúgun. Að vera woke snýst um að viðurkenna að þessi kerfi eru til og að þau hafi neikvæð áhrif á líf fólks. Þetta snýst líka um að vera reiðubúinn að grípa til aðgerða til að taka þessi kerfi í sundur.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­yrkinn borinn út

Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns.

Skoðun
Fréttamynd

Máttu ekki synja barni um hjálpar­­tæki

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Innlent