Jón Kaldal Dýrmæt skilaboð Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkisstjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana. Fastir pennar 25.6.2009 22:27 Hverjir mega segja hvað? Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga. Fastir pennar 18.6.2009 20:18 Misskilningurinn um Evu Joly Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins“, eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin. Fastir pennar 16.6.2009 22:51 Djúp þörf fyrir kaflaskil Miklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópusambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins. Fastir pennar 12.6.2009 22:13 Tragikómískar u-beygjur Umræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum. Fastir pennar 9.6.2009 22:51 Þeir klárustu klikkuðu Víðar en á Íslandi þykir snerpa stjórnmálamanna hafa mátt vera meiri í aðdraganda og kjölfar hruns fjármálamarkaða. Þetta sjónarmið kemur til dæmis fram í merkilegri forsíðugrein júníheftis timaritsins The New York Review of Books. Greinin er endurrit af pallboðsumræðum nokkurra helstu þungavigtarmanna heims á sviði hagsögu, hagfræði og viðskipta, þar á meðal Nialls Ferguson, Pauls Krugman, George Soros og Nouriels Roubini. Fastir pennar 1.6.2009 22:39 Dómur sögunnar Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma. Fastir pennar 26.5.2009 22:11 Viðskiptasiðferðið Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum. Fastir pennar 22.5.2009 21:47 Skattar og foreldrar Flest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við. Fastir pennar 14.5.2009 22:25 Eigendavald hvað? Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum. Fastir pennar 1.5.2009 22:47 1978 eða 1994? Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Fastir pennar 28.4.2009 22:50 Erfið og óvinsæl verkefni framundan Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út. Fastir pennar 24.4.2009 22:21 Öfganna á milli Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér. Fastir pennar 23.4.2009 14:03 Krónan kvödd Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Fastir pennar 16.4.2009 20:53 Alvarlegur skortur á framtíðarsýn Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Fastir pennar 9.4.2009 09:54 Úrelt prentlög Stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem afhjúpar fádæma þekkingarleysi á starfsumhverfi meðlima félagsins. Tilefni yfirlýsingarinnar er nýfallinn dómur í Hæstarétti, þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfingers. Ummælin voru höfð eftir nafngreindum viðmælanda, en niðurstaða Hæstaréttar er að samkvæmt prentlögum teljist blaðamaðurinn, sem var skrifaður fyrir greininni, bera ábyrgð á þeim sem höfundur greinarinnar. Fastir pennar 11.3.2009 22:37 Afskriftir skulda Hvernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsóknarmenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 prósent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Fastir pennar 3.3.2009 10:27 Eins flokks ríki Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak. Fastir pennar 15.2.2009 22:18 Skrifað í genin „Verkamannaflokkurinn er ákaflega afslappaður yfir því að fólk verði viðbjóðslega ríkt." Þessi frægu orð Peters Mandelson, eins helsta hugmyndafræðings breska Verkamannaflokksins og ráðgjafa Tony Blair, féllu 1998, ári eftir að flokkur hans tók við völdum í Bretlandi. Þau þóttu, eins og gefur að skilja, marka mikil tímamót fyrir flokk sem fyrir daga Blairs hafði kennt sig við sósíalisma. Fastir pennar 11.2.2009 11:25 Réttlátir skattar eða táknrænir Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða. Fastir pennar 2.2.2009 22:26 Pottar og sleifar en ekki grjót Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Fastir pennar 23.1.2009 00:12 Tillitssemi Samfylkingar Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Fastir pennar 12.1.2009 23:10 Ímynduð eða raunveruleg ógn Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Fastir pennar 7.1.2009 22:41 Eftirlaun og stjórnmálamenn Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Fastir pennar 22.12.2008 22:21 Stærra andlegt umhverfi Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Fastir pennar 16.12.2008 22:30 Vörumerkið Ísland Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Fastir pennar 9.12.2008 22:48 Grasrótin tekur við sér Í krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunnskilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Fastir pennar 2.12.2008 21:35 Alla söguna takk Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Fastir pennar 29.11.2008 22:29 Rökrétt tortryggni Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa. Fastir pennar 25.11.2008 22:26 Hvað er málið með Geir? Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. Fastir pennar 21.11.2008 08:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 10 ›
Dýrmæt skilaboð Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkisstjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana. Fastir pennar 25.6.2009 22:27
Hverjir mega segja hvað? Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga. Fastir pennar 18.6.2009 20:18
Misskilningurinn um Evu Joly Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins“, eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin. Fastir pennar 16.6.2009 22:51
Djúp þörf fyrir kaflaskil Miklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópusambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins. Fastir pennar 12.6.2009 22:13
Tragikómískar u-beygjur Umræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum. Fastir pennar 9.6.2009 22:51
Þeir klárustu klikkuðu Víðar en á Íslandi þykir snerpa stjórnmálamanna hafa mátt vera meiri í aðdraganda og kjölfar hruns fjármálamarkaða. Þetta sjónarmið kemur til dæmis fram í merkilegri forsíðugrein júníheftis timaritsins The New York Review of Books. Greinin er endurrit af pallboðsumræðum nokkurra helstu þungavigtarmanna heims á sviði hagsögu, hagfræði og viðskipta, þar á meðal Nialls Ferguson, Pauls Krugman, George Soros og Nouriels Roubini. Fastir pennar 1.6.2009 22:39
Dómur sögunnar Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma. Fastir pennar 26.5.2009 22:11
Viðskiptasiðferðið Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum. Fastir pennar 22.5.2009 21:47
Skattar og foreldrar Flest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við. Fastir pennar 14.5.2009 22:25
Eigendavald hvað? Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum. Fastir pennar 1.5.2009 22:47
1978 eða 1994? Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Fastir pennar 28.4.2009 22:50
Erfið og óvinsæl verkefni framundan Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út. Fastir pennar 24.4.2009 22:21
Öfganna á milli Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér. Fastir pennar 23.4.2009 14:03
Krónan kvödd Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Fastir pennar 16.4.2009 20:53
Alvarlegur skortur á framtíðarsýn Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Fastir pennar 9.4.2009 09:54
Úrelt prentlög Stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem afhjúpar fádæma þekkingarleysi á starfsumhverfi meðlima félagsins. Tilefni yfirlýsingarinnar er nýfallinn dómur í Hæstarétti, þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfingers. Ummælin voru höfð eftir nafngreindum viðmælanda, en niðurstaða Hæstaréttar er að samkvæmt prentlögum teljist blaðamaðurinn, sem var skrifaður fyrir greininni, bera ábyrgð á þeim sem höfundur greinarinnar. Fastir pennar 11.3.2009 22:37
Afskriftir skulda Hvernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsóknarmenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 prósent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Fastir pennar 3.3.2009 10:27
Eins flokks ríki Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak. Fastir pennar 15.2.2009 22:18
Skrifað í genin „Verkamannaflokkurinn er ákaflega afslappaður yfir því að fólk verði viðbjóðslega ríkt." Þessi frægu orð Peters Mandelson, eins helsta hugmyndafræðings breska Verkamannaflokksins og ráðgjafa Tony Blair, féllu 1998, ári eftir að flokkur hans tók við völdum í Bretlandi. Þau þóttu, eins og gefur að skilja, marka mikil tímamót fyrir flokk sem fyrir daga Blairs hafði kennt sig við sósíalisma. Fastir pennar 11.2.2009 11:25
Réttlátir skattar eða táknrænir Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða. Fastir pennar 2.2.2009 22:26
Pottar og sleifar en ekki grjót Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Fastir pennar 23.1.2009 00:12
Tillitssemi Samfylkingar Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Fastir pennar 12.1.2009 23:10
Ímynduð eða raunveruleg ógn Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Fastir pennar 7.1.2009 22:41
Eftirlaun og stjórnmálamenn Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Fastir pennar 22.12.2008 22:21
Stærra andlegt umhverfi Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Fastir pennar 16.12.2008 22:30
Vörumerkið Ísland Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Fastir pennar 9.12.2008 22:48
Grasrótin tekur við sér Í krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunnskilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Fastir pennar 2.12.2008 21:35
Alla söguna takk Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Fastir pennar 29.11.2008 22:29
Rökrétt tortryggni Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa. Fastir pennar 25.11.2008 22:26
Hvað er málið með Geir? Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. Fastir pennar 21.11.2008 08:57