Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

„Allt að því hroki eða yfir­læti“ að tala um reynslu­leysi

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja gefa lítið fyrir tal um ætlað reynsluleysi Flokks fólksins og áhrif þess á stjórnarsambandið. Formaður Viðreisnar segir slíkt tal merki um hroka og yfirlæti og bendir á að Viðreisn og Flokkur fólksins hafi boðið fram fyrst sama árið.

Innlent
Fréttamynd

Halla­rekstur stöðvaður á næstu tveimur árum

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent
Fréttamynd

Þverpólitísk sjálftaka

Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðs­mála- og upp­lifunar­deild Isavia lögð niður

Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent
Fréttamynd

Byggðajöfnunarmál að fækka sýslu­mönnum

Dómsmálaráðherra segir frumvarp um sameiningu sýslumanna hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Hún á von á líflegum umræðum á Alþingi. Sýslumannsembættin eru níu í dag en verða eftir daginn í dag eitt.

Innlent
Fréttamynd

Tákn­rænar 350 milljónir

Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út.

Skoðun
Fréttamynd

Telur til­lögu um af­nám á­minningar á leið í ruslið

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna?

Innlent
Fréttamynd

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­tökin um áminningarskylduna – stutt upp­rifjun

Opinberir starfsmenn njóta sérstakrar réttarverndar í starfi umfram launafólk á almennum vinnumarkaði. Hún felst m.a. í því að ekki má segja opinberum starfsmanni upp án þess hann hafi áður verið áminntur og fengið tækifæri til að bæta ráð sitt.

Skoðun
Fréttamynd

„Nei, hættu nú al­veg Jóhann Páll!“

Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans.

Innlent
Fréttamynd

Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæsta­rétti

Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. 

Innlent
Fréttamynd

Af­nemur handhafalaun vegna for­seta­valds

Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030.

Innlent