Siðferðinu kastað á bálið Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. júní 2023 11:30 Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun