Villuljós í Vikulokum Þórarinn Eyfjörð skrifar 5. desember 2022 12:31 Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar