Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja? Þórarinn Eyfjörð skrifar 8. janúar 2024 06:00 Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun