Hótel á Íslandi

Útgerðir aflandsskipa sem enga skatta hafa greitt vilja lækkun innviðagjalda
Það mætti ætla að ýmis brýnni verkefni á sviði ferðaþjónustu biði atvinnumálaráðherra en að lækka gjöld á aflandshótel sem eru lítil í samanburði við innlenda keppinauta þeirra.

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum
Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík.

Slagsmál á hóteli í miðborginni
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Fjögur búsetuúrræði Vinnumálastofnunar standa auð
Alls er Vinnumálastofnun með á leigu nítján búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þar af standa fjögur þeirra, samkvæmt svörum Vinnumálastofnunar, auð. Umsóknum um alþjóðleg vernd hefur fækkað verulega í ár.

Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli
Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel.

Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com
Nálægt hundrað íslensk hótel og gistiheimili taka þátt í hópmálsókn gegn Booking.com vegna misnotkunar þess á markaðsráðandi stöðu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunar á ekki á von á að Booking refsi fyrirtækjunum fyrir það sækja rétt sinn.

Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu
Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær.

Höfðu samband við frönsku lögregluna vegna andlátanna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í sambandi við lögregluna í Frakklandi vegna voðaverkanna á hótelhergi á Edition í Reykjavík í fyrradag.

Hrund nýr fjármálastjóri Íslandshótela
Hrund Hauksdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Íslandshótela.

Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis
Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum.

Skýrsla tekin af frönsku konunni og búið að ræða við vitni
Búið er að taka skýrslu af frönsku konunni sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík í gær. Rætt hefur verið við vitni og rannsókn miðar þokkalega áfram.

„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“
Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Tveir ferðamenn fundust látnir á Edition
Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á Edition-hóteli í miðborg Reykjavíkur í morgun. Þriðji ferðamaðurinn var færður undir læknishendur.

Ævintýralegur sumarfögnuður í Haukadal
Töfrandi sumarstemning ríkti á Hótel Geysi í Haukadal um síðustu helgi þegar ný lúxuslína hótelsins og Sóley Organics var kynnt í glæsilegum miðsumarsfögnuði. Margar af stjörnum landsins lögðu leið sína í sveitina þar sem íslenska sumarnóttin tók á móti þeim í sinni fegurstu mynd.

Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir
Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu.

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi
Einn gisti í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að hafa reynt að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi. Fram kemur í dagbók að málið sé til rannsóknar en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvaða hótel um ræðir. Atvikið á sér þó stað hjá stöð 1 sem sér um Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.

Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi fá endurgreiddar 90 þúsund krónur frá gistiheimili vegna tjóns sem varð á herbergi sem hann bókaði hjá því.

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt.

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Heilsulindin KEF SPA & Fitness, sem staðsett er í Hótel Keflavík, er nýr og einstakur áfangastaður hérlendis þar sem sett eru ný viðmið í vellíðan með fallegu umhverfi, hönnun sem nær til allra skynfæra og upplifun sem fólk man eftir.

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða
Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst
Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að ganga berserksgang á hótelherbergi á Hótel Stracta á Hellu í janúar 2023.

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“
Ferskur alvöru snjór sem kemur úr loftinu og snjór á veggjum í einu spaherbergi Hótel Keflavíkur svokölluðu snjóherbergi er eitt af því sem nú er hægt að upplifa í glænýrri heilsulind hótelsins.

Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli
Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Ísland þarf ekki að gefa afslátt
Álagsstýring er mikilvægt stjórntæki sem stuðlað getur að sjálfbærni í ferðaþjónustu og um leið aukið á þau verðmæti sem greinin getur skapað. Náttúra Íslands er aðdráttaraflið og því skiptir miklu máli að upplifunin af henni verði eftirminnileg og einstök. Til að íslensk ferðaþjónusta geti verið sú hágæðavara sem allir í orði kveðnu telja eftirsóknarvert þarf stýringu sem felur í sér sanngjarna og hóflega gjaldtöku og setningu þolmarka.

Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli
Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars.

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi
Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum
Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum.

„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.