Ráðning Auðuns Georgs

Fréttamynd

Engin lausn í fréttastjóramáli

Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekki vinna með Auðuni

Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna.

Innlent
Fréttamynd

Neita að vinna með Auðuni Georg

„Við störfum ekki með honum,“ segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ráðningin rædd í útvarpspredikun

Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fundað með Markúsi

"Það er sama pattstaða í málinu og verið hefur að öðru leyti en því að við munum eiga fund með Markúsi Erni á mánudagsmorgun," segir Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Útvarp valdsins

Nú fékk framsókn endurgoldinn sinn óbrigðula stuðning við fjölmiðlafrumvarpið ogt sjálfstæðismenn viðurkenndu eignarrétt framsóknar á stöðunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útvarpsstjóri fundar ekki

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rökleysa útvarpsstjóra

Ráðning fréttastjóra -  Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur...

Skoðun
Fréttamynd

RÚV: Lausn ekki í sjónmáli

Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfið yrði varla án átaka

Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn bíða viðbragða

Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Pólitík og Útvarpið

Gagnvart trúverðugleika RÚV er augljóslega um skemmdarverk að ræða, því skilaboðin eru að stjórnmál skipti meiru en fagmennska og reynsla. Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál, því eitt af mikilvægustu hlutverkum fréttastofa RÚV er að vera fordæmi og fyrirmynd vandaðrar og faglegrar fréttamennsku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útvarpsstjóri átti einn kost

Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöðu að vænta hjá RÚV?

Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðarsamkeppni í fréttamennsku

Í hvert einasta sinn sem þessir ríkisstjórnarflokkar sýna vald sitt með þessum hætti – þá heldur maður að nú hljóti þeim sjálfum að hafa blöskrað – nú hljóti að vera komið nóg – þetta geti ekki gengið svona endalaust. Valdníðslan – fyrirlitningin. En það er greinilega aldrei komið nóg – hver ótrúlega mannaráðningin eftir aðra – öll þessi ár – það þyrfti reyndar að fara að taka það saman – Hæstarétt, Ríkisútvarpið, umboðsmann barna – æ, ég hef ekki geð í mér til að halda því áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fréttamennska eða flæðilínur?

Ég get ekki annað en kennt í brjósti um Markús Örn að hafa verið skikkaður til þess af pólitískum yfirboðurum sínum að ráða í stöðuna þann mann sem dagljóst var að hefði minnstar faglegar kvalifíkasjónir í þetta starf. Markús Örn kom á sínum tíma inn á Ríkisútvarpið sem útsendari Sjálfstæðisflokksins – þetta var árið 1984 og hann hafði beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í keppninni um oddvitastól sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavík..............

Fastir pennar
Fréttamynd

Óskynsamleg ákvörðun

Það blasir við öllum að eitthvað annað en hrein fagleg sjónarmið búa að baki ráðningunni. Með fullri virðingu fyrir hinum nýja fréttastjóra var hann ekki hæfasti umsækjandinn. Ágreiningslaust er að af tíu umsækjendum um starfið er hann sá sem minnsta reynslu hefur. Hefðu almenn og fagleg viðmið verið höfð að leiðarljósi hefðu vinnubrögðin við ráðninguna verið með öðrum hætti. Og þá hefði ekki verið gengið framhjá reyndustu fréttamönnum landsins með marklausum og ótækum skýringum eins og raunin er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Segir hæfan mann hafa verið ráðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískur stimpill er hræðilegur

„Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ályktun þar sem lýst er vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Ályktunin er svohljóðandi.

Innlent
Fréttamynd

Harma aðför að hlutleysi RÚV

Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér.

Innlent
Fréttamynd

Heitar umræður um RÚV á þingi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastofa í spennu og óvissu

Andrúmsloftið á Ríkisútvarpinu var spennu hlaðið í gær vegna almennrar andstöðu starfsmanna við ráðningu nýs fréttastjóar á útvarpið. Fréttamenn samþykktu vantraust á útvarpsstjóra. "Sorglegt að til þess þyrfti að koma," segir formaður félags þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri brást

Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði.

Innlent
Fréttamynd

Segja ráðningu ekki pólitíska

Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn

Fréttamenn Útvarps ræða nú að segja allir upp störfum ef ekki verður horfið frá því að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra. Þeir íhuga einnig að kæra ráðninguna. "Ástandið engu líkt," segir forstöðumaður fréttasviðs RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV

Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn íhuga að segja upp

Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg ráðinn fréttastjóri

Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg reiði meðal fréttamanna

Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum.

Innlent