EM 2025 í körfubolta

Góður annar leikhluti lagði grunninn að sigri Ítalíu
Ítalía lagði Tyrkland í undankeppni EM karla í körfubolta sem fram fer á næsta ári. Um var að ræða fyrsta leik þjóðanna í undankeppninni. Ítalía og Tyrkland eru í B-riðli ásamt Íslandi og Ungverjalandi.

„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“
„Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Ungverjaland 70-65 | Undankeppnin hefst á lífsnauðsynlegum sigri
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65.

Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri.

Tómas Valur ekki í hóp í kvöld en spilar fyrsta landsleikinn í Tyrklandi
Búið er að ákveða hvaða tólf leikmenn glíma við Ungverja á fjölum Laugardalshallarinnar í kvöld.

Ekkert Jordan-móment hjá Elvari: „Það var einhver misskilningur“
Elvar Már Friðriksson er ánægður með lífið í Grikklandi þar sem hann hefur spilað með PAOK Þessalóníku í vetur. Elvar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni EM í Laugardalshöllinni.

„Ef ekki núna, hvenær þá?“
Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu.

„Ég er búinn að bíða eftir þessu mómenti mjög lengi“
Þetta er stór dagur fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og ekki síst fyrir Martin Hermannsson sem snýr í kvöld til baka í íslenska landsliðið þegar liðið mætir Ungverjum í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2025.

Hver tekur síðasta skotið á ögurstundu?
Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi, þeir Helgi Magnússon og Sævar Sævarsson, fóru yfir landsliðshópinn sem leikur tvo leiki í undankeppni EM á næstu dögum.

Karlalandslið Íslands mætir Ungverjalandi á fimmtudag, ertu með mann leiksins á Kristaltæru?
Íslenska karlalandsliðið leikur tvo risastóra landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er framundan í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025.