Bandaríkin

Fréttamynd

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Lífið
Fréttamynd

Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída

Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 

Erlent
Fréttamynd

Lizzo spilaði á kristals­flautu James Madi­son

Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal.

Tónlist
Fréttamynd

Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið

Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu.

Erlent
Fréttamynd

Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump

Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Ian búinn að ná landi á Kúbu

Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast

Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess.

Erlent
Fréttamynd

Risa­stór við­burður innan vísinda­sam­fé­lagsins

Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla

Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum.

Erlent
Fréttamynd

Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu

Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Louise Fletcher er látin

Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kanye biður Kim afsökunar

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.

Lífið
Fréttamynd

Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar.

Erlent
Fréttamynd

Twitch bannar fjár­hættu­spila­streymi

Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju

Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð.

Erlent
Fréttamynd

Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik

Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik.

Erlent
Fréttamynd

Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar

Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni.

Erlent