Bandaríkin

Fréttamynd

Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir

Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

Lífið
Fréttamynd

Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna

Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól.

Erlent
Fréttamynd

Skalf og kastaði upp í af­töku í Okla­homa

Hinn sextíu ára gamli John Marion Grant var tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrr í dag. Grant hlaut dauðadóminn fyrir að hafa stungið starfsmann mötuneytis í fangelsi árið 1998. Áður hafði hann verið dæmdur í 130 ára fangelsi fyrir rán.

Erlent
Fréttamynd

Facebook breytir um nafn

Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik

Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn.

Erlent
Fréttamynd

Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar

Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál.

Erlent
Fréttamynd

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Lífið
Fréttamynd

Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni

Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með.

Erlent
Fréttamynd

Líf Ass­an­ge í húfi og lof­orð Banda­ríkja­stjórnar innan­tóm

Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu

Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX

Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð.

Erlent
Fréttamynd

Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar

Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Týndur göngumaður hunsaði símtöl frá viðbragðsaðilum

Göngumaður sem skilaði sér ekki til byggða úr gönguferð í Colorado í Bandaríkjunum á áætlun hunsaði ítrekað símtöl frá viðbragðsaðilum. Hann eða hún vildi ekki svara númeri sem hann kannaðist ekki við svo björgunaraðilar þurftu að hefja leit að göngumanninum sem skilaði sér sjálfur til byggða.

Erlent
Fréttamynd

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York.

Erlent
Fréttamynd

Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin

Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins.

Erlent
Fréttamynd

Hafði áður verið rekinn úr töku­liði vegna byssu­­skots á setti

Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti.

Erlent