Bandaríkin

Fréttamynd

Flórída bannar þungunar­rof eftir sjö­ttu viku

Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð.

Erlent
Fréttamynd

Seldi milljarða­mæringi fast­eignir án þess að gefa það upp

Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum

Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara.

Erlent
Fréttamynd

Sat fyr­ir lög­regl­u­þjón­um eft­ir að hann skaut sam­starfs­menn sína

Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans.

Erlent
Fréttamynd

Starship gæti flogið í næstu viku

Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur

Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar.

Sport
Fréttamynd

Stjórn­endur lyfja­fyrir­tækja fylkja sér að baki FDA

Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone.

Erlent
Fréttamynd

Tupperware á barmi gjaldþrots

Hlutabréf í Tupperware, sem er hvað þekktast fyrir að framleiða samnefnd ílát, hríðféllu í upphafi vikunnar. Fyrirtækið segist nú vera á barmi gjaldþrots. Hvort það nái að lifa af fari eftir því hvort það fái meira fjármagn og hversu hratt það gerist.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter ekki lengur til sem hlutafélag

Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikill gagna­leki veldur titringi í Was­hington

Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn fyrr­verandi starfs­maður bankans

Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Gítar­leikari Mötl­ey Crüe lög­sækir fé­laga sína

Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Michael Lerner látinn

Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past.

Lífið
Fréttamynd

Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn

Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum.

Erlent