Morgunblaðið, íslenska hægrið og Ísrael Finnur G. Olguson skrifar 3. nóvember 2024 22:30 Síðan árás Hamas á Ísrael átti sér stað þann 7. október í fyrra hafa ýmsir stungið niður penna í viðleitni til að réttlæta það morðæði sem Ísraelsríki hefur staðið fyrir á Gaza, þar sem tugþúsundir alsaklausra borgara hafa verið myrtar eða limlestar og því sem næst allir íbúarnir sveltir, sviptir lífsviðurværinu og reknir á vergang. Höfundar slíkra pistla hafa ekki síst valið sér Morgunblaðið sem vettvang hugarsmíða sinna enda hefur ritstjórn blaðsins ítrekað tekið afstöðu með Ísraelsmönnum, síendurtekið tugguna um „rétt Ísraelsríkis til að verja sig“ og gert lítið úr þjáningum Palestínumanna (meðal annars með því að efast á langsóttan hátt um tölur látinna og slasaðra á Gaza) en að sama skapi blásið upp og gert sem mest úr þjáningum þeirra sem hafa átt um sárt að binda í kjölfar árásar Hamas-liða. Blaðamenn og ritstjórar Morgunblaðsins hafa reyndar eytt ævintýralega litlu púðri í að vinna vinnuna sína faglega, grafast fyrir um sögulegar ástæður að baki tilurðar Hamas, aðstæður íbúa Palestínu undir hernámi Ísraelsmanna og að setja þetta tvennt í samhengi við baráttu Palestínumanna, sem meirihluti Íslendinga[1] getur séð að er barátta fyrir lífi sem ekki er að öllu leyti óbærilegt. Hvað eftir annað kjósa blaðamenn Morgunblaðsins að lýsa Hamasliða ábyrga fyrir gegndarlausum barnamorðum Ísraelshers og gleypa yfirlýsingar og útskýringar ísraelskra stjórnvalda hráar án nokkurrar skoðunar. Má telja víst að þar skipti meira máli að koma áróðrinum út en bera virðingu fyrir staðreyndum. Hvað gengur hægrinu til? Margir þeirra sem hafa fundið ástæðu til að koma Ísrael til varnar á síðum Morgunblaðsins eiga það sammerkt að aðhyllast trúarbrögð, kristni eða gyðingdóm, að því marki að þau hafa haft slævandi áhrif á dómgreind þeirra, raunveruleikaskyn og samlíðan með öðrum manneskjum, ekki síst ef þær manneskjur eru annarrar trúar. Sumt af þessu fólki sem tekur upp hanskann fyrir Ísrael trúir því jafnvel í raun og veru að Ísraelsmenn séu Guðs útvalda þjóð og einhvers konar viti siðmenningar í skerjagarði villimennsku, en ekki bara útverðir bandaríska heimsveldisins í þessum heimshluta, gráir fyrir járnum. Þetta trúfólk (sem gjarnan hefur sögur að segja úr heilaþvottaferðum sem það hefur farið í til „landsins helga“, oftast á vegum hinna og þessara ofstækismanna, presta, gyðinga eða zíonista) veður um í svo djúpu hafi innbyrðis mótsagna að erfitt myndi reynast að telja þeim hughvarf á hundrað árum. Ekkert magn ljósmynda af barnslíkum, hangandi á steypustyrktarjárnum eftir að hafa verið sprengd í loft upp af þessum hornsteinum siðmenningarinnar í Mið-Austurlöndum, mun megna að sannfæra þau um að Ísrael sé í raun að framfylgja áætlun um útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Frekar leggja þau trúnað á að Hamas-liðar, fúlskeggjaðir og agalega vondir, elti börnin á Gaza á röndum inn og út úr skólum og sjúkrahúsum, í þeirri veiku von að Ísraelsher þyrmi þeim fyrir vikið, nokkuð sem sá her hefur aldrei verið þekktur fyrir að gera. Gott og vel. Við skulum kannski ekki eyða orku í svoleiðis Sísýfosarverkefni. Öllu undarlegri er sú afstaða sem hið íslenska hægri, með Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðskepnu, hefur tekið, en þaðan koma þær borgaralegu raddir sem hafa hvað háværast gaggað um rétt Ísraelsríkis til að skjóta lítil börn í höfuðið. Hver einasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur verið verri en enginn þegar kemur að þessu máli: Forsætisráðherra sem hefur í aðeins eitt skipti á þessu ári af barnamorðum fengið nóg, en það var þegar erlendur blaðamaður vogaði sér að tala um „árás“ Ísraelshers á flóttamannabúðir; utanríkisráðherra sem er ófáanleg til að taka jafneinarða afstöðu með Palestínumönnum og hún hefur gert t.a.m. með Úkraínumönnum, þrátt fyrir að Ísraelsher hafi sallað niður fleiri Palestínumenn á nokkrum vikum en Pútín tókst að gera á rúmu ári í Úkraínu; dómsmálaráðherra hvers aðkoma að málefnum Palestínumanna hefur einna helst falist í tilraun til að brottvísa langveiku, palestínsku barni, sem blessunarlega var afstýrt fyrir tilstilli samstillts átaks fólks sem er ekki alveg siðblint. Þá eru ótaldir postular hinna óheftu markaðsafla á hægri vængnum sem, af einhverjum ástæðum, taka afstöðu með Ísraelsríki á grundvelli þess að þar þrífist svo mikið frjálslyndi, til að mynda gagnvart hinsegin fólki. Þar má nefna Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus og skoðanabræður hans, Stefán Einar Stefánsson hjá mbl.is og Ásgeir Ingvarsson, blaðamann Morgunblaðsins. Ef við horfum framhjá því hversu fráleitt er að bendla útrýmingarherferð Ísraelsmanna við útbreiðslu frjálslyndra gilda, hafa þessir herramenn sýnt harla lítinn vilja til að setja sig í spor þeirra Palestínumanna hverra réttindi eru fótum troðin af hernámsliðinu, eða spyrja sig hversu mörg börn þurfi að láta lífið eða missa mömmu sína, pabba og systkini til þess að vestrænt, hinsegin fólk fái notið meira lebensraums í fjarlægum heimshluta. Að mati frjálshyggjuprestanna virðist frelsi einstaklingsins því ekki ná til araba að sama leyti og Vesturlandabúa, þeir skuli ekki njóta sama frelsis og við hin, og hinsegin Palestínumenn geta líka væntanlega étið skít fyrir þeim, eða sprengjubrot, því þegar allt kemur til alls grundvallast þessi tiltekna heimssýn auðvitað ekki á sérstakri virðingu fyrir vestrænum, frjálslyndum gildum, heldur á rasískri skiptingu mannkyns í þá sem er vert að bjarga og hina sem mega drepast tveggja daga gamlir með munninn fullan af drullu. Undirgefni gagnvart heimsveldinu Auðvitað er sameiginlegur útgangspunktur alls þessa fólks af hægri vængnum alveg ljós, þó að ýmsar eftiráréttlætingar séu tíndar til, en það er hin ófrávíkjanlega lotning fyrir Bandaríkjunum og þeirri utanríkisstefnu sem þar er viðhöfð, sem viðurkennist að hefur ekki gefið lífi og limum fólks af öðru litarafti en hvítu óþarflega mikið vægi í gegnum tíðina. Þó að þar sé ekki um neina nýlundu að ræða þegar kemur að afstöðu íslenskra hægrimanna rekur maður sig þó á tvennt í tengslum við þetta sem afhjúpar hversu grunnt er á stefnu þeirra í orði annars vegar og á borði hins vegar. Í fyrsta lagi er hægt að velta fyrir sér hvernig þessi fylgispekt við heimsveldið vestra rímar við endalausar yfirlýsingar hægra fólks um mikilvægi sjálfstæðrar utanríkisstefnu. Á það kannski eingöngu við þegar rætt er um tengsl Íslands við Evrópusambandið? Raunveruleikinn virðist vera að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins móti utanríkisstefnu sína á grundvelli þess hverjir eru bandamenn bandarískra stjórnvalda hverju sinni, og hafa málefni Palestínu afhjúpað það svo um munar. Hversu sjálfstæða utanríkisstefnu getur Sjálfstæðisflokkurinn þá sagst reka? Þessi hræðsla við að styggja Bandaríkjamenn hefur í annan stað gert það að verkum að íslensk stjórnvöld hafa snúið baki við einum af fáum gildum íslenskrar utanríkisstefnu sem við getum að einhverju leyti verið stolt af í ljósi sögunnar: Að standa með sjálfstæði þjóða, einkum annarra smáþjóða, gegn ofurefli stærri nágrannaþjóða. Saga Íslands sem nýlenduríkis sem þurfti að klóra sig til sjálfstæðis hefur almennt gert það að verkum að Íslendingar reynast samúðarfullir þegar kemur að baráttu annarra þjóða fyrir sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi. Þar skýrist til að mynda afstaða Íslendinga til sjálfstæðisyfirlýsinga Eystrasaltsþjóðanna frá Sovétríkjunum, einörð afstaða með Úkraínumönnum gagnvart Rússlandi Pútíns og, ennfremur, samlíðan meirihluta þjóðarinnar með Palestínumönnum. Því hvað er barátta Palestínumanna annað en baráttan fyrir sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi? Og hvað er Ísraelsríki annað en nýlenduríki sem hefur skapað sér bólstað ofan á rústum palestínskra þorpa með ofbeldi, ofríki og kúgun, þó að formleg tilurð þess hafi á langsóttan hátt vísað í búsetu gyðinga á svæðinu fyrir nokkur þúsund árum? Mikill meirihluti Íslendinga virðist átta sig á þessu, en hvernig stendur þá á því að íslenska hægrið með hinn svokallaða Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar ber í bætifláka fyrir nýlenduherrana æ ofan í æ í stað þess að standa með þeim kúguðu? Hvar annars staðar í heiminum myndi Sjálfstæðisflokkurinn telja forsvaranlegt að kjarnorkuvopnað hernámsríki héldi uppi „vörnum“ með algjörri stráfellingu almennra borgara á hernámssvæðinu í rúmt ár? Er þetta afstaða sem ber að búast við í framtíðinni af hálfu valdamesta flokks landsins, og ef svo er, ætti okkur ekki öllum að renna kalt vatn milli skinns og hörunds? Kröftugri mótspyrna er nauðsynleg Einhverjir helstu bandamenn Palestínu meðal vestrænna ríkja eru Írar, sem máttu þola harðræði Breta þar til blóðug sjálfstæðisbarátta þeirra bar loks ávöxt, Spánverjar, sem þekkja kúgun og undirokun frá tímum alræðisstjórnar Francos, ekki síst Spánverjar af svæðum sem barist hafa fyrir frekari sjálfstjórn, og Suður-Afríkumenn, en ekki þarf að fjölyrða um sögu aðskilnaðarstefnu og miskunnarlauss ofbeldis af hálfu vestrænna nýlenduherra þar á bæ. Íslensk stjórnvöld eiga og þurfa að stilla sér upp með því bandalagi þjóða sem tekur afstöðu með Palestínu og gegn viti firrtri stefnu Ísraelsríkis, til að mynda með markvissum viðskiptaþvingunum og stuðningi við alþjóðastofnanir sem hafa reynt að stemma stigu við grimmdinni. Einungis með því að byggja upp sívaxandi, alþjóðlega mótstöðu gegn þjóðarmorði Ísraelsmanna og einangra Bandaríkjamenn á alþjóðavettvangi hvað þetta varðar mun vera hægt að koma í veg fyrir algjöra útrýmingu Palestínumanna og endalausan stríðsrekstur á svæðinu, öllum til ills. Að hið íslenska hægri með Morgunblaðið sem sitt helsta málgagn skuli stilla sér upp við hlið nýlenduherranna, verja taumlaus morð og eyðileggingu og taka þátt í ófrægingarherferð fasískra afla gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðastríðsglæpadómstólnum og Palestínuaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA); taka í raun og sann afstöðu gegn sjálfstæði og frelsi þeirra sem fyrir voru í Palestínu, er sorglegt, óforsvaranlegt og andstætt öllu því sem talist getur gott og réttlátt. Höfundur er leikmyndasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Ísrael Bandaríkin Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan árás Hamas á Ísrael átti sér stað þann 7. október í fyrra hafa ýmsir stungið niður penna í viðleitni til að réttlæta það morðæði sem Ísraelsríki hefur staðið fyrir á Gaza, þar sem tugþúsundir alsaklausra borgara hafa verið myrtar eða limlestar og því sem næst allir íbúarnir sveltir, sviptir lífsviðurværinu og reknir á vergang. Höfundar slíkra pistla hafa ekki síst valið sér Morgunblaðið sem vettvang hugarsmíða sinna enda hefur ritstjórn blaðsins ítrekað tekið afstöðu með Ísraelsmönnum, síendurtekið tugguna um „rétt Ísraelsríkis til að verja sig“ og gert lítið úr þjáningum Palestínumanna (meðal annars með því að efast á langsóttan hátt um tölur látinna og slasaðra á Gaza) en að sama skapi blásið upp og gert sem mest úr þjáningum þeirra sem hafa átt um sárt að binda í kjölfar árásar Hamas-liða. Blaðamenn og ritstjórar Morgunblaðsins hafa reyndar eytt ævintýralega litlu púðri í að vinna vinnuna sína faglega, grafast fyrir um sögulegar ástæður að baki tilurðar Hamas, aðstæður íbúa Palestínu undir hernámi Ísraelsmanna og að setja þetta tvennt í samhengi við baráttu Palestínumanna, sem meirihluti Íslendinga[1] getur séð að er barátta fyrir lífi sem ekki er að öllu leyti óbærilegt. Hvað eftir annað kjósa blaðamenn Morgunblaðsins að lýsa Hamasliða ábyrga fyrir gegndarlausum barnamorðum Ísraelshers og gleypa yfirlýsingar og útskýringar ísraelskra stjórnvalda hráar án nokkurrar skoðunar. Má telja víst að þar skipti meira máli að koma áróðrinum út en bera virðingu fyrir staðreyndum. Hvað gengur hægrinu til? Margir þeirra sem hafa fundið ástæðu til að koma Ísrael til varnar á síðum Morgunblaðsins eiga það sammerkt að aðhyllast trúarbrögð, kristni eða gyðingdóm, að því marki að þau hafa haft slævandi áhrif á dómgreind þeirra, raunveruleikaskyn og samlíðan með öðrum manneskjum, ekki síst ef þær manneskjur eru annarrar trúar. Sumt af þessu fólki sem tekur upp hanskann fyrir Ísrael trúir því jafnvel í raun og veru að Ísraelsmenn séu Guðs útvalda þjóð og einhvers konar viti siðmenningar í skerjagarði villimennsku, en ekki bara útverðir bandaríska heimsveldisins í þessum heimshluta, gráir fyrir járnum. Þetta trúfólk (sem gjarnan hefur sögur að segja úr heilaþvottaferðum sem það hefur farið í til „landsins helga“, oftast á vegum hinna og þessara ofstækismanna, presta, gyðinga eða zíonista) veður um í svo djúpu hafi innbyrðis mótsagna að erfitt myndi reynast að telja þeim hughvarf á hundrað árum. Ekkert magn ljósmynda af barnslíkum, hangandi á steypustyrktarjárnum eftir að hafa verið sprengd í loft upp af þessum hornsteinum siðmenningarinnar í Mið-Austurlöndum, mun megna að sannfæra þau um að Ísrael sé í raun að framfylgja áætlun um útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Frekar leggja þau trúnað á að Hamas-liðar, fúlskeggjaðir og agalega vondir, elti börnin á Gaza á röndum inn og út úr skólum og sjúkrahúsum, í þeirri veiku von að Ísraelsher þyrmi þeim fyrir vikið, nokkuð sem sá her hefur aldrei verið þekktur fyrir að gera. Gott og vel. Við skulum kannski ekki eyða orku í svoleiðis Sísýfosarverkefni. Öllu undarlegri er sú afstaða sem hið íslenska hægri, með Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðskepnu, hefur tekið, en þaðan koma þær borgaralegu raddir sem hafa hvað háværast gaggað um rétt Ísraelsríkis til að skjóta lítil börn í höfuðið. Hver einasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur verið verri en enginn þegar kemur að þessu máli: Forsætisráðherra sem hefur í aðeins eitt skipti á þessu ári af barnamorðum fengið nóg, en það var þegar erlendur blaðamaður vogaði sér að tala um „árás“ Ísraelshers á flóttamannabúðir; utanríkisráðherra sem er ófáanleg til að taka jafneinarða afstöðu með Palestínumönnum og hún hefur gert t.a.m. með Úkraínumönnum, þrátt fyrir að Ísraelsher hafi sallað niður fleiri Palestínumenn á nokkrum vikum en Pútín tókst að gera á rúmu ári í Úkraínu; dómsmálaráðherra hvers aðkoma að málefnum Palestínumanna hefur einna helst falist í tilraun til að brottvísa langveiku, palestínsku barni, sem blessunarlega var afstýrt fyrir tilstilli samstillts átaks fólks sem er ekki alveg siðblint. Þá eru ótaldir postular hinna óheftu markaðsafla á hægri vængnum sem, af einhverjum ástæðum, taka afstöðu með Ísraelsríki á grundvelli þess að þar þrífist svo mikið frjálslyndi, til að mynda gagnvart hinsegin fólki. Þar má nefna Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus og skoðanabræður hans, Stefán Einar Stefánsson hjá mbl.is og Ásgeir Ingvarsson, blaðamann Morgunblaðsins. Ef við horfum framhjá því hversu fráleitt er að bendla útrýmingarherferð Ísraelsmanna við útbreiðslu frjálslyndra gilda, hafa þessir herramenn sýnt harla lítinn vilja til að setja sig í spor þeirra Palestínumanna hverra réttindi eru fótum troðin af hernámsliðinu, eða spyrja sig hversu mörg börn þurfi að láta lífið eða missa mömmu sína, pabba og systkini til þess að vestrænt, hinsegin fólk fái notið meira lebensraums í fjarlægum heimshluta. Að mati frjálshyggjuprestanna virðist frelsi einstaklingsins því ekki ná til araba að sama leyti og Vesturlandabúa, þeir skuli ekki njóta sama frelsis og við hin, og hinsegin Palestínumenn geta líka væntanlega étið skít fyrir þeim, eða sprengjubrot, því þegar allt kemur til alls grundvallast þessi tiltekna heimssýn auðvitað ekki á sérstakri virðingu fyrir vestrænum, frjálslyndum gildum, heldur á rasískri skiptingu mannkyns í þá sem er vert að bjarga og hina sem mega drepast tveggja daga gamlir með munninn fullan af drullu. Undirgefni gagnvart heimsveldinu Auðvitað er sameiginlegur útgangspunktur alls þessa fólks af hægri vængnum alveg ljós, þó að ýmsar eftiráréttlætingar séu tíndar til, en það er hin ófrávíkjanlega lotning fyrir Bandaríkjunum og þeirri utanríkisstefnu sem þar er viðhöfð, sem viðurkennist að hefur ekki gefið lífi og limum fólks af öðru litarafti en hvítu óþarflega mikið vægi í gegnum tíðina. Þó að þar sé ekki um neina nýlundu að ræða þegar kemur að afstöðu íslenskra hægrimanna rekur maður sig þó á tvennt í tengslum við þetta sem afhjúpar hversu grunnt er á stefnu þeirra í orði annars vegar og á borði hins vegar. Í fyrsta lagi er hægt að velta fyrir sér hvernig þessi fylgispekt við heimsveldið vestra rímar við endalausar yfirlýsingar hægra fólks um mikilvægi sjálfstæðrar utanríkisstefnu. Á það kannski eingöngu við þegar rætt er um tengsl Íslands við Evrópusambandið? Raunveruleikinn virðist vera að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins móti utanríkisstefnu sína á grundvelli þess hverjir eru bandamenn bandarískra stjórnvalda hverju sinni, og hafa málefni Palestínu afhjúpað það svo um munar. Hversu sjálfstæða utanríkisstefnu getur Sjálfstæðisflokkurinn þá sagst reka? Þessi hræðsla við að styggja Bandaríkjamenn hefur í annan stað gert það að verkum að íslensk stjórnvöld hafa snúið baki við einum af fáum gildum íslenskrar utanríkisstefnu sem við getum að einhverju leyti verið stolt af í ljósi sögunnar: Að standa með sjálfstæði þjóða, einkum annarra smáþjóða, gegn ofurefli stærri nágrannaþjóða. Saga Íslands sem nýlenduríkis sem þurfti að klóra sig til sjálfstæðis hefur almennt gert það að verkum að Íslendingar reynast samúðarfullir þegar kemur að baráttu annarra þjóða fyrir sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi. Þar skýrist til að mynda afstaða Íslendinga til sjálfstæðisyfirlýsinga Eystrasaltsþjóðanna frá Sovétríkjunum, einörð afstaða með Úkraínumönnum gagnvart Rússlandi Pútíns og, ennfremur, samlíðan meirihluta þjóðarinnar með Palestínumönnum. Því hvað er barátta Palestínumanna annað en baráttan fyrir sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi? Og hvað er Ísraelsríki annað en nýlenduríki sem hefur skapað sér bólstað ofan á rústum palestínskra þorpa með ofbeldi, ofríki og kúgun, þó að formleg tilurð þess hafi á langsóttan hátt vísað í búsetu gyðinga á svæðinu fyrir nokkur þúsund árum? Mikill meirihluti Íslendinga virðist átta sig á þessu, en hvernig stendur þá á því að íslenska hægrið með hinn svokallaða Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar ber í bætifláka fyrir nýlenduherrana æ ofan í æ í stað þess að standa með þeim kúguðu? Hvar annars staðar í heiminum myndi Sjálfstæðisflokkurinn telja forsvaranlegt að kjarnorkuvopnað hernámsríki héldi uppi „vörnum“ með algjörri stráfellingu almennra borgara á hernámssvæðinu í rúmt ár? Er þetta afstaða sem ber að búast við í framtíðinni af hálfu valdamesta flokks landsins, og ef svo er, ætti okkur ekki öllum að renna kalt vatn milli skinns og hörunds? Kröftugri mótspyrna er nauðsynleg Einhverjir helstu bandamenn Palestínu meðal vestrænna ríkja eru Írar, sem máttu þola harðræði Breta þar til blóðug sjálfstæðisbarátta þeirra bar loks ávöxt, Spánverjar, sem þekkja kúgun og undirokun frá tímum alræðisstjórnar Francos, ekki síst Spánverjar af svæðum sem barist hafa fyrir frekari sjálfstjórn, og Suður-Afríkumenn, en ekki þarf að fjölyrða um sögu aðskilnaðarstefnu og miskunnarlauss ofbeldis af hálfu vestrænna nýlenduherra þar á bæ. Íslensk stjórnvöld eiga og þurfa að stilla sér upp með því bandalagi þjóða sem tekur afstöðu með Palestínu og gegn viti firrtri stefnu Ísraelsríkis, til að mynda með markvissum viðskiptaþvingunum og stuðningi við alþjóðastofnanir sem hafa reynt að stemma stigu við grimmdinni. Einungis með því að byggja upp sívaxandi, alþjóðlega mótstöðu gegn þjóðarmorði Ísraelsmanna og einangra Bandaríkjamenn á alþjóðavettvangi hvað þetta varðar mun vera hægt að koma í veg fyrir algjöra útrýmingu Palestínumanna og endalausan stríðsrekstur á svæðinu, öllum til ills. Að hið íslenska hægri með Morgunblaðið sem sitt helsta málgagn skuli stilla sér upp við hlið nýlenduherranna, verja taumlaus morð og eyðileggingu og taka þátt í ófrægingarherferð fasískra afla gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðastríðsglæpadómstólnum og Palestínuaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA); taka í raun og sann afstöðu gegn sjálfstæði og frelsi þeirra sem fyrir voru í Palestínu, er sorglegt, óforsvaranlegt og andstætt öllu því sem talist getur gott og réttlátt. Höfundur er leikmyndasmiður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun