Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01 „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18 „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland. Innlent 5.1.2026 07:28 „Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25 „Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Erlent 4.1.2026 21:16 „En við þurfum samt Grænland“ Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland. Erlent 4.1.2026 18:30 „BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. Erlent 4.1.2026 14:37 Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Viðskipti innlent 29.12.2025 23:00 „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. Erlent 22.12.2025 21:36 Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Truth Social í gær að hann hefði skipað Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérlegan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Erlent 22.12.2025 07:14 „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20 „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Erlent 3.9.2025 22:43 Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Erlent 28.8.2025 20:58 „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. Erlent 27.8.2025 13:02 Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Erlent 27.8.2025 07:45 Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Skoðun 17.6.2025 08:30 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Innlent 26.5.2025 14:28 Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Erlent 12.5.2025 16:17 „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Erlent 12.5.2025 14:24 Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Erlent 7.5.2025 08:14 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Erlent 30.4.2025 12:10 Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. Erlent 27.4.2025 19:31 Sendi Dönum tóninn Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Erlent 4.4.2025 13:25 Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. Erlent 2.4.2025 10:10 Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Erlent 30.3.2025 20:19 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. Erlent 30.3.2025 09:59 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Erlent 28.3.2025 23:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01
„Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18
„Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland. Innlent 5.1.2026 07:28
„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25
„Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Erlent 4.1.2026 21:16
„En við þurfum samt Grænland“ Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland. Erlent 4.1.2026 18:30
„BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. Erlent 4.1.2026 14:37
Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Viðskipti innlent 29.12.2025 23:00
„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. Erlent 22.12.2025 21:36
Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Truth Social í gær að hann hefði skipað Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérlegan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Erlent 22.12.2025 07:14
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Erlent 3.9.2025 22:43
Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Erlent 28.8.2025 20:58
„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. Erlent 27.8.2025 13:02
Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Erlent 27.8.2025 07:45
Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Skoðun 17.6.2025 08:30
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Innlent 26.5.2025 14:28
Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Erlent 12.5.2025 16:17
„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Erlent 12.5.2025 14:24
Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Erlent 7.5.2025 08:14
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Erlent 30.4.2025 12:10
Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. Erlent 27.4.2025 19:31
Sendi Dönum tóninn Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Erlent 4.4.2025 13:25
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. Erlent 2.4.2025 10:10
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Erlent 30.3.2025 20:19
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. Erlent 30.3.2025 09:59
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Erlent 28.3.2025 23:25