Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 17. júní 2025 08:30 Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun