Lögreglumál

Fréttamynd

„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“

Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað á­byrgð

Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Of­beldi og ölvun í dag­bók lög­reglu

Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar.

Innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu öku­mann sem reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Töf á við­gerð á vatnslögninni vegna veðurs

Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Maður grunaður um mann­dráp ekki lengur í far­banni

Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Mál Alberts komið til héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sagður hafa hlaupið inn í brennandi húsið í leit að vini sínum

Maðurinn sem lést í bruna í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík í síðustu viku, er sagður hafa komist út úr húsnæðinu eftir að eldurinn kviknaði, en hafi hlaupið aftur inn í brennandi húsið til að leita að vini sínum. Vinurinn hafði hins vegar náð að koma sér sjálfur út. Maðurinn lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. 

Innlent
Fréttamynd

Særður eftir stunguárás í mið­bænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Edda Björk í gæslu­varð­haldi

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar á­rásir til rann­sóknar eftir nóttina

Lögreglunni var tilkynnt um fjórar árásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt eftir því sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar af áttu þrjár þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent