Efnahagsmál Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan „haldi til hafs á ný eftir samdrátt síðasta árs.“ Þar segir að innlend eftirspurn, með einkaneyslu í broddi fylkingar, hafi verið atkvæðameiri en áður var reiknað með og muni halda sínu hlutverki sem driffjöður hagvaxtar. Viðskipti innlent 30.9.2025 11:05 Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:37 Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði mælist verðbólga þannig 4,1% en er 3,2% sé húsnæði tekið út fyrir sviga. Viðskipti innlent 25.9.2025 09:28 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:22 Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 24.9.2025 11:50 Vara við áhrifum verðleiðréttingar á erlenda fjármögnun íslenskra félaga Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum. Innherji 24.9.2025 09:13 Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:03 Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:32 Raungengi krónunnar lítillega yfirverðlagt að mati AGS og Seðlabankans Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni. Innherji 23.9.2025 12:33 Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar. Innherji 22.9.2025 14:29 Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59 Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42 Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02 Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11.9.2025 11:53 Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11 Miklar launahækkanir hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram. Innherji 10.9.2025 11:29 Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Innlent 8.9.2025 14:11 Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12 Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22 „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39 Líklegt að hátt raunvaxtastig eigi þátt í að auka enn á sparnað heimila Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans. Innherjamolar 3.9.2025 17:38 Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs. Innherji 31.8.2025 12:24 Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28.8.2025 11:31 Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. Viðskipti innlent 28.8.2025 09:21 Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Skoðun 27.8.2025 19:33 Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023. Innherji 27.8.2025 12:36 Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26.8.2025 16:36 Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun. Innherjamolar 25.8.2025 17:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 78 ›
Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan „haldi til hafs á ný eftir samdrátt síðasta árs.“ Þar segir að innlend eftirspurn, með einkaneyslu í broddi fylkingar, hafi verið atkvæðameiri en áður var reiknað með og muni halda sínu hlutverki sem driffjöður hagvaxtar. Viðskipti innlent 30.9.2025 11:05
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:37
Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði mælist verðbólga þannig 4,1% en er 3,2% sé húsnæði tekið út fyrir sviga. Viðskipti innlent 25.9.2025 09:28
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Viðskipti innlent 24.9.2025 14:22
Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 24.9.2025 11:50
Vara við áhrifum verðleiðréttingar á erlenda fjármögnun íslenskra félaga Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum. Innherji 24.9.2025 09:13
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:03
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. Viðskipti innlent 24.9.2025 08:32
Raungengi krónunnar lítillega yfirverðlagt að mati AGS og Seðlabankans Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni. Innherji 23.9.2025 12:33
Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar. Innherji 22.9.2025 14:29
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59
Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42
Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02
Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11.9.2025 11:53
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11
Miklar launahækkanir hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram. Innherji 10.9.2025 11:29
Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Innlent 8.9.2025 14:11
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39
Líklegt að hátt raunvaxtastig eigi þátt í að auka enn á sparnað heimila Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans. Innherjamolar 3.9.2025 17:38
Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs. Innherji 31.8.2025 12:24
Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28.8.2025 11:31
Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. Viðskipti innlent 28.8.2025 09:21
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Skoðun 27.8.2025 19:33
Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023. Innherji 27.8.2025 12:36
Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26.8.2025 16:36
Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun. Innherjamolar 25.8.2025 17:26