Bókmenntir

Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt Forlagsins
Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Fullorðið fólk á sín leyndarmál
Nýlega kom út bókin Söngur Súlu 2 – Ást í mörgum myndum eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur en hún er framhald bókarinnar Söngur Súlu sem kom út árið 2013.

Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins.

Gómsæt matreiðslubók frá Helvítis kokkinum
Ívar Örn Hansen hefur heldur betur slegið í gegn sem Helvítis kokkurinn í stórskemmtilegum matreiðsluþáttum sem hafa verið sýndir á Stöð 2+ og á Vísi.

Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman
Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni.

Óvíst með framtíð Iceland Noir
Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar.

Nánast ómögulegt að vera ósýnilegur
Í dag kemur út hjá Storytel bráðfyndin ljúflestrarsaga eftir Sigrúnu Elíasdóttur sem ber heitið Höllin á hæðinn í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur.

Þegar kerlingar hafa eitt sinn stungið niður penna geta þær ekki hætt
Nanna Rögnvaldardóttir, sem helst er þekkt fyrir að vera einn helsti sérfræðingur okkar um matargerð að fornu og nýju, hefur sent frá sér afar athyglisverða skáldsögu.

Myrkur veruleiki ópíóðafaraldurs í Reykjavík sögusvið nýrrar bókar
„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu
Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni.

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir
Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Mætti klædd sem Lucy Gray Baird á forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar
Rakel Björgvinsdóttir vakti mikla athygli í gær á sérstakri forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar sem sýnd var í Laugarásbíói en hún mætti í sér saumuðum kjól sem aðal kvenpersóna myndarinnar skartar í Hungurleikunum í myndinni.

Sjötíu rithöfundar hvetja til sniðgöngu á Iceland Noir
Hillary Rodham Clinton er meðal gesta á Iceland Noir-bókmenntahátíðinni sem þau Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir hafa skipulagt og staðið fyrir. Því að Hillary sé meðal gesta vilja 67 mótmæla og hvetja til þess að hátíðin verði að sniðgengin.

Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu.

Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína
Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina.

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton
Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Bein útsending - Höfundar lesa í Hannesarholti
Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Ævintýri Freyju og Frikka halda áfram í ævintýralandinu Ástralíu
Nýlega kom út fjórða bókin í bókaflokknum Ævintýri Freyju og Frikka en hún ber nafnið Allt á hvolfi í Ástralíu.

„Svona geta höfundar verið kvikindislegir“
Drottning kósíkrimmanna, Jónína Leósdóttir, hefur sent frá sér þriðju bókina kennda við Sáló ehf. ,þar sem þau Adam og Soffía leysa snúin sakamál. Þvingun er áttunda glæpasaga Jónínu, en margir þekkja sögur hennar um Eddu á Birkimelnum sem slógu gjörsamlega í gegn.

Morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar
Svikabirta eftir Inga Markússon er annað bindi í þríleik sem ber nafnið Skuggabrúin en fyrsta bindið, sem ber einnig heitið Skuggabrúin, kom út árið 2022.

Klósettkrakkinn upplifir mömmuskipti
Nýlega kom út barnabókin Mömmuskipti eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Vigdís fallin og dottin í það
„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Kvartar til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðuneytisins
Huginn Þór Grétarsson bókaútgefandi hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu menningar- og viðskiptaráðuneytisins í tengslum við nýja útgáfu af Dimmalimm Guðmundar Thorsteinssonar.

Bein útsending: Höfundar lesa í Hannesarholti
Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstíg 10.

Krakkar trylltir í hrylling!
Hrollvekjur og hrekkjavökubækur njóta vaxandi vinsælda og eru áberandi í íslenskri barna- og ungmennabókaútgáfu í ár. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur sendir nú frá sér hrollvekjuna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, með myndum eftir Ara H.G. Yates.

Fullorðið fólk á ekki að væla
Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns.

Bak við eitt leyndarmál leynist annað
Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Ból, er efnislega gjörólík öðrum skáldsögumhennar, svo fjölbreyttar sem þær eru.

Sjö dagar af óútskýranlegum hamförum
Eiríkur Örn Norðdahl heimsækir heimabæ sinn Ísafjörð í nýjustu skáldsögu sinni sem ber heitið Náttúrulögmálin og kom út hjá Forlaginu um miðjan október.

„Held að við séum hrædd við eðlilega þjáningu“
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Norland sendi frá sér lagið Mér líður best illa (Kletturinn) í október og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið.

Bein útsending: Bókakvöld í Hannesarholti
Í kvöld klukkan átta fer fram bókakvöld, Bókakonfekt Forlagsins, í Hannesarholti, Grundarstígi 10.