
Leikhús

Líður best með moldina á milli tánna
Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna.

Tjarnarbíó bjargað
Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar.

Brynhildur áfram í Borgó
Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027.

„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari.

Menningareyja á Melunum
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni.

Þorleifur Örn segist eiga Íslandsmet í vondri gagnrýni: „Það er flókið að díla við upphefð“
Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?

Syrgja Gaflaraleikhúsið: „Ævistarfinu fargað“
Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, Björk Jakobsdóttir, segir daginn hafa verið afar erfiðan en í dag var leikhúsið tæmt.

Tæp fjórtán hundruð mótmæla mögulegri lokun Tjarnarbíós
Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust.

Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu.

„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“
Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar.

Glæsilegir gestir á Grímunni
Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár.

Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar
Leikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar við hátíðlega athöfn í kvöld. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti honum verðlaunin.

Grímuverðlaunum dreift jafnt í kvöld
Grímuverðlaunin voru veitt í tuttugasta og fyrsta skiptið í kvöld. Óhætt er að segja að verðlaunum hafi verið dreift nokkuð jafnt milli tilnefndra sýninga í kvöld.

Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu
Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag.

„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“
Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins.

Fengu blessun fótboltadoktorsins og fá framhaldslíf í febrúar
Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem vakti athygli á nýafstöðnu leikári í Tjarnarbíói, fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu. Ólafur Ásgeirsson, leikari og handritshöfundur, er þakklátur fyrir meðbyrinn og velþóknun helsta doktors Íslendinga í fótboltafræðum.

Pólsk leiklistarperla í Þjóðleikhúsinu
Ein magnaðasta leiksýning Stefan Zeromski leikhússins í Póllandi, Gróskan í grasinu verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, þann 9. júní.

Íslandsklukkan hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar
Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna í kvöld.

„Ég var alltaf hrædd við að leyfa mér að vera ég sjálf“
Hundraðasta sýningin á Emil í Kattholti var á dögunum og var það jafnframt lokasýningin á þessu hjartahlýja ævintýri sem hefur snert hjörtu landsmanna.

„Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“
„Glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar að ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta,“ segir leikkonan Svandís Dóra, sem lærði nýlega að elska alla parta af sjálfri sér.

„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“
Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette.

Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu
Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins.

Þríleikurinn fullkomnaður með Birni og Ilmi
Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir verða í aðalhlutverkum í þriðja og síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga í vetur. Þau bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B.

Morðhótun á bráðageðdeild endaði með hláturskasti
„Hún kemur svo til mín og segir; veistu það, ég ætla að drepa þig! Ég segi þá; Veistu það, ég var að lesa söguna þína og ég bara skil það vel,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu.

Langar stundum að verða slaufað
„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu.

Naktir nemendur sýna Grease
Eitt af einstaklingsverkefnum Listaháskólans er uppsetning á söngleiknum Grease. Þrjár sýningar verða sýndar á einum degi, næstkomandi laugardag. Söngleikurinn verður þó í aðeins öðru formi en áður þar sem allir leikarar verða naktir, alla sýninguna. Miðar á sýningar seldust upp á mettíma. Hópurinn sem kemur að verkinu er orðinn náinn og vel búinn undir frumsýningu. Farsímar verða bannaðir í salnum.

Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu
Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur.

Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi
Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“.

Krabbameinsbaráttan varð að dansverki
Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu.

Stjörnufans á frumsýningu
Öllu var tjaldað til á síðustu frumsýningu leikársins síðastliðið föstudagskvöld en um er að ræða verkið Svartþröst í Borgarleikhúsinu. Verkið er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar og með aðalhlutverkin tvö fara þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson.