

Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust.
Man. Utd er komið með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Stoke City í kvöld.
Spáhundurinn Pamela hefur aðeins sótt í sig veðrið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport 2 að undanförnu eftir skelfilega byrjun í „starfi“ sínu. Í Sunnudagsmessunni í gær fékk Pamela það hlutverk að spá því hvaða lið verður enskur meistari í vor og voru fimm lið sem komu til greina.
Arnór Atlason var þreyttur en ánægður eftir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningnum fyrir HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð í næstu viku.
Enska meistaraliðið Chelsea hefur ekki náð sér á strik að undanförnu í deildarkeppninni en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Aston Villa í gær. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær fóru þeir Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir gengi Chelsea sem byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti þar sem liðið fékk 25 stig af 30 mögulegum í fyrstu 10 umferðunum.
Íslenska landsliðið í handbolta kom saman á sinni fyrstu æfingu í undirbúningnum fyrir HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð þann 13. janúar næstkomandi.
Eins og vanalega er hægt að skoða öll helstu tilþrifin úr enska boltanum hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fimm flottustu mörkin sem skoruð voru um helgina en mark James Morrison fyrir WBA gegn Manchester United er þar í fyrsa sæti.
Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Levante á heimavelli sínum. Pedro Rodriguez skoraði bæði mörk liðsins eftir sendingar frá Dani Alves. Staðan í hálfleik var markalaus en Börsungar brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks.
Newcastle vann 1-0 útisigur á Wigan í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Shola Ameobi skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum.
Grikkinn hárprúði, Georgios Samaras, skoraði bæði mörk Celtic sem vann 2-0 útisigur á Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag. Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik reyndist Celtic sterkara liðið.
Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.
Arsenal komst aftur á sigurbraut með 3-0 útisigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sitt fyrsta deildarmark í átta mánuði og Samir Nasri skoraði sitt þrettánda mark á tímabilinu í þessum sannfærandi sigri Arsenal-liðsins.
Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið.
Guðjón Þórðarson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem hann ræddi m.a. um Eið Smára og Stoke City. Guðjón, sem var knattspyrnustjóri hjá Stoke á sínum tíma setur spurningamerki við ýmsar ákvarðanir Tony Pulis sem hefur "fryst" Eið Smára á varamannabekknum frá því hann kom til liðsins í haust. Viðtalið við Guðjón má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.
Frábær tilþrif hafa sést í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á fyrri hluta keppnistímabilsins. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2 hafa valið 10 fallegustu mörkin það sem af er tímabilinu. Smellið á hnappinn hér fyrir ofan.
Að venju er hægt að sjá inn á Vísi yfirlit yfir flottustu mörkin í hverri umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nú eru menn búnir að velja fallegustu mörkin úr leikjunum sem fram fóru í þessari viku en það var mikið um óvænt úrslit og umdeild atvik í tíu leikjum vikunnar.
Liverpool tapaði í kvöld sínum áttunda leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni - í þetta sinn fyrir botnliði Wolves á heimavelli, 1-0.
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni.
Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir.
Manchester United endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Birmingham í kvöld.
Það er mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er fimm leikjum lokið af alls sjö sem eru á dagskrá. Öll mörkin úr leikjum dagsins er nú að finna á sjónvarpshluta visir.is.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður þýska liðsins Hoffenheim kann vel við sig hjá nýja félaginu sem hann samdi við s.l. sumar. Mörg ensk félög sýndu Gylfa áhuga þegar hann var hjá Reading og þar á meðal Wolves og Bolton.
Arsenal kom sér í kvöld upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Englands- og bikarmeisturum Chelsea.
Spáhundurinn Pamela hefur trú á því að Arsenal leggi Chelsea að velli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Pamela hefur aldrei haft rétt fyrir sér í þau þrjú skipti sem hún hefur verið gestur í Sunnudagsmessunni.
Gylfi Sigurðsson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson spurði landsliðsframherjann að því hvort þýskir markverðir væru betri en þeir ensku. Gylfi var sem kunnugt er seldur frá enska 1. deildarliðinu Reading til Hoffenheim í Þýskalandi s.l. sumar fyrir rúman milljarð kr. Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.
Í kvöld hitnaði enn frekar undir Gerard Houllier, stjóra Aston Villa. Liðið tapaði þá 1-2 á heimavelli sínum fyrir Tottenham þrátt fyrir að hafa verið einum fleiri stærstan hluta leiksins.
West Ham komst í dag upp af botni ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann góðan útisigur á Fulham, 1-3. Avram Grant heldur því enn vinnunni.
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér.
Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson spáir Manchester United sigri í ensku úrvalsdeildinni í viðtali sem Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður tók við Hermann í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.