Sif Sigmarsdóttir Fagurbókmenntir eða pabbaklám Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við: Bakþankar 26.9.2012 16:42 Valdarán Svertingjar, mikið ósköp eruð þið orðnir þreytandi með þetta jafnréttistal ykkar, það er orðið að þráhyggju. Það má bara ekki ráða hvítan mann í góðu störfin, þá byrjið þið að vola – hvað um verri störfin – þar heyrist ekkert í ykkur. Þið eruð farnir að ganga á rétt hvítra. Hafið þið, svertingjar, hugsað út í það, hvort yfir höfuð stjórnmál séu réttu störfin fyrir svertingja? Hafið þið hugleitt hvort allt ruglið sé af því að þið eruð orðnir of margir í störfum sem þið valdið ekki. Þið skulið hugsa þessi mál, en ekki vera með þennan yfirgang. Lífið á að vera ganga hvers og eins á eigin forsendu, og hver og einn á að vita sín takmörk. Bakþankar 12.9.2012 17:06 Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. "Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. Bakþankar 29.8.2012 17:13 Bábiljur í boðhætti Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa". Bakþankar 15.8.2012 19:28 Homo sapiens og heimabankinn Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Bakþankar 1.8.2012 21:34 Hótel í Vatnsmýrina Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Bakþankar 18.7.2012 16:56 Svo var barinn opnaður Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Bakþankar 4.7.2012 17:18 Mylsnan af borðum meistaranna Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Bakþankar 20.6.2012 17:28 Kýrin sem varð að hveiti Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 6.6.2012 18:42 Kynfæri keisarans Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 23.5.2012 16:56 Kúamykja frá L‘Oréal Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 9.5.2012 17:00 Hundurinn inni, makinn úti Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 26.4.2012 17:00 Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Bakþankar 12.4.2012 16:44 Náttúruleg fegurð Bakþankar 29.3.2012 17:01 Mig langar ekki í pungbindi Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. Bakþankar 15.3.2012 19:26 Árið 1996 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Bakþankar 1.3.2012 17:55 Milli fótleggjanna Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans. Bakþankar 16.2.2012 21:11 Ég hata þig til dauðadags Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns.“ Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður. Bakþankar 2.2.2012 17:12 Falskur söngur heykvíslakórsins Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“ Bakþankar 19.1.2012 17:08 Trjálundur framliðinna gæludýra Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra. Bakþankar 5.1.2012 17:11 Dauði, skattar og jólin koma Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu "ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa“ vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla. Bakþankar 22.12.2011 16:58 Íslenskt eitur: Já takk! Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Bakþankar 8.12.2011 17:01 Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Bakþankar 24.11.2011 17:10 Annir hjá Vælubílnum Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug. Bakþankar 10.11.2011 16:49 Starfstilboð frá einræðisherra Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt: Bakþankar 27.10.2011 16:59 Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Bakþankar 11.10.2011 16:48 Konan kennd við ryðdallinn Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir. Bakþankar 27.9.2011 17:43 Konur eru konum bestar Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ Bakþankar 14.9.2011 06:43 Spilling fyrir opnum tjöldum Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teheran á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi heldur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismannakerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum. Bakþankar 30.8.2011 15:34 Arnaldur Indriða og lambakjötið Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað "gúrme“ veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn. Bakþankar 16.8.2011 16:55 « ‹ 5 6 7 8 9 ›
Fagurbókmenntir eða pabbaklám Eftir að hafa unnið með fimmtán breskum rithöfundum í sex mánuði að verkum þeirra er mér orðin ljós öll sú flóra áhyggjuefna sem sækir á höfunda er þeir strengja saman orð í setningar. Um er að ræða áhyggjur á borð við: Bakþankar 26.9.2012 16:42
Valdarán Svertingjar, mikið ósköp eruð þið orðnir þreytandi með þetta jafnréttistal ykkar, það er orðið að þráhyggju. Það má bara ekki ráða hvítan mann í góðu störfin, þá byrjið þið að vola – hvað um verri störfin – þar heyrist ekkert í ykkur. Þið eruð farnir að ganga á rétt hvítra. Hafið þið, svertingjar, hugsað út í það, hvort yfir höfuð stjórnmál séu réttu störfin fyrir svertingja? Hafið þið hugleitt hvort allt ruglið sé af því að þið eruð orðnir of margir í störfum sem þið valdið ekki. Þið skulið hugsa þessi mál, en ekki vera með þennan yfirgang. Lífið á að vera ganga hvers og eins á eigin forsendu, og hver og einn á að vita sín takmörk. Bakþankar 12.9.2012 17:06
Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. "Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. Bakþankar 29.8.2012 17:13
Bábiljur í boðhætti Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa". Bakþankar 15.8.2012 19:28
Homo sapiens og heimabankinn Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Bakþankar 1.8.2012 21:34
Hótel í Vatnsmýrina Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Bakþankar 18.7.2012 16:56
Svo var barinn opnaður Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Bakþankar 4.7.2012 17:18
Mylsnan af borðum meistaranna Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Bakþankar 20.6.2012 17:28
Kýrin sem varð að hveiti Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 6.6.2012 18:42
Kynfæri keisarans Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Bakþankar 23.5.2012 16:56
Kúamykja frá L‘Oréal Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Bakþankar 9.5.2012 17:00
Hundurinn inni, makinn úti Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 26.4.2012 17:00
Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Bakþankar 12.4.2012 16:44
Mig langar ekki í pungbindi Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. Bakþankar 15.3.2012 19:26
Árið 1996 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Bakþankar 1.3.2012 17:55
Milli fótleggjanna Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans. Bakþankar 16.2.2012 21:11
Ég hata þig til dauðadags Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns.“ Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður. Bakþankar 2.2.2012 17:12
Falskur söngur heykvíslakórsins Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“ Bakþankar 19.1.2012 17:08
Trjálundur framliðinna gæludýra Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra. Bakþankar 5.1.2012 17:11
Dauði, skattar og jólin koma Jæja. Þá er runnin upp blessuð Þorláksmessan. Þau okkar sem þekkja daginn betur undir heitinu "ég-veit-að-jólainnkaupin-eru-formlega-orðin-sein-hjá-mér-svo-viltu-ekki-yfir-mér-messa“ vitum hvað bíður okkar: Leit að bílastæði, tómar hillur, panikk-kast og loks stöðumælasekt. Þau sem keyptu jólagjafirnar á sumarútsölunum og pökkuðu þeim inn undir berum himni í garðinum með vitin full af angan af nýslegnu grasi og grillpinnum spyrja vafalaust hvers vegna við huguðum ekki að þessu fyrr. Það er jú ekkert öruggt í þessu lífi annað en dauðinn, skattar og að jólin koma. Einhverjir kunna að svara því til að ástæðan sé skipulagsleysi, skortur á framsýni, jafnvel almenn leti. Ekki ég. Ástæða þess að ég mun slást um dreggjar jólaverslunarinnar í dag með olnbogana að vopni er einföld. Ég er ásótt af anda rusls liðinna jóla. Bakþankar 22.12.2011 16:58
Íslenskt eitur: Já takk! Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Bakþankar 8.12.2011 17:01
Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Bakþankar 24.11.2011 17:10
Annir hjá Vælubílnum Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug. Bakþankar 10.11.2011 16:49
Starfstilboð frá einræðisherra Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt: Bakþankar 27.10.2011 16:59
Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Bakþankar 11.10.2011 16:48
Konan kennd við ryðdallinn Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir. Bakþankar 27.9.2011 17:43
Konur eru konum bestar Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ Bakþankar 14.9.2011 06:43
Spilling fyrir opnum tjöldum Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teheran á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi heldur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismannakerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum. Bakþankar 30.8.2011 15:34
Arnaldur Indriða og lambakjötið Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað "gúrme“ veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn. Bakþankar 16.8.2011 16:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent