Drykkir

Fréttamynd

Toppur verður að Bonaqua

Vörumerkið Toppur mun brátt heyra sögunni til. Nafnabreyting verður á vörunni í sumar og mun drykkurinn framvegis kallast Bonaqua. Engin breyting verður þó á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið
Fréttamynd

Besti barþjónninn drekkur ekki kokteila

Leó Snæfeld Pálsson barþjónn á Sumac var valinn Besti barþjónninn í Bartenders Choice Awards sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Drykkurinn hans, Funiks, var einnig valinn besti „signature“ drykkurinn og kokteilaseðillinn á Sumac eins og hann leggur sig var valinn Besti kokteilaseðillinn. Þá var Sumac valinn Besti veitingastaðurinn að mati dómnefndar. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet

Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum.

Lífið
Fréttamynd

Vertuo fleytir kaffimenningu Íslendinga inn í aðra vídd

„Við Íslendingar höfum alltaf drukkið mikið af uppáhelltu kaffi en þessi vél gjörbreytir leiknum. Það er svo gaman að geta boðið upp á gott kaffi þegar það koma gestir eða njóta um helgar með fjölskyldunni og með Vertuo verður kaffiupplifunin einstök,“ segir Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi en splunkuný vörulína og kaffivél er komin á markað frá Nespresso sem getur hellt upp á heila kaffikönnu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Pöruðu danshreyfingar við drykki

Eldblóm er hugarfóstur listakonunnar Sigríðar Soffíu Níelsdóttur sem kynnti nýjar vörur og danshreyfingar á HönnunarMars. Vörurnar voru líkjörinn Eldblóma Elexír og nýr ilmur sem var unnin með Lilju Birgisdóttur og gallerýinu Listval.

Lífið
Fréttamynd

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óáfengur kokteill sem getur líka verið eftirréttur

Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri CinCin óáfengu drykkjanna deilir með lesendum ótrúlega ferskum og hressandi eftirrétt. Með því að breyta hlutföllunum er líka hægt að gera réttinn að óáfengum kokteil fyrir áramótin.

Lífið
Fréttamynd

Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni

Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blómabar úti á Granda

Íris Ann Sigurðardóttir á og rekur veitingarstaðinn The Coocoo's Nest úti á Granda en á dögunum opnaði hún nýjan stað við hliðiná sem gengur undir nafninu Luna Flórens og er það bar í blóma. Einskonar blómabar.

Lífið
Fréttamynd

„Gerum bara geggjaða kokteila"

Citrus - Cocktail Co. er sérsniðin kokteilþjónusta og ferðabar sem barþjónarnir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson standa á bak við. Þeir mæta á hverskonar viðburði, vippa upp barnum og hrista fram dýrindis drykki.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Bjórkokteill fyrir þroskaðan smekk

Þótt ekki sé mikið talað um bjórkokteila, þá eru þeir víst fjölmargir og sumir vinsælir. Danir eru þekktastir fyrir að drekka bjór með snafs en flest drekkum við hann eins og hann kemur fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Brakandi ferskur Blóðbergskokteill

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og einn af eigendum veitingastaðarins Slippsins í Eyjum er með uppskriftina að hinum eina sanna verslunarmannahelgar-kokteil sem kallast Blóðbergskokteill.

Matur
Fréttamynd

Bragðbættu vatnið!

Það má setja meira en bara sítrónu útí vatnið til að gera það að svalandi sumardrykk

Matur
Fréttamynd

Brakandi ferskt humarsalat

Grillaður humar með hvítlaukssósu á fersku salatbeði og grillaður ananas í eftirrétt með freyðandi piña colada-kokteil

Matur