Eurovision

Fréttamynd

Daði Freyr og Árný laus úr einangrun

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný  greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert lát á vinsældum Måneskin

Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.

Tónlist
Fréttamynd

Stjörnulífið: Eurovision, HönnunarMars og náttúrulaugar

Stórkostleg helgi Daða og Gagnamagnsins og HönnunarMars einkennir Stjörnulíf vikunnar. Íslendingar voru duglegir að njóta lífsins þessa vikuna og jákvæðnin var áberandi. Hækkandi sól og breytingar á takmörkunum eru greinilega að gleðja. 

Lífið
Fréttamynd

Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans

Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. 

Lífið
Fréttamynd

Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig

„Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttu­maður fyrir Brexit vill Bret­land úr Euro­vision

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær.

Lífið
Fréttamynd

Lands­menn héldu í sér á meðan Gagna­magnið steig á stokk

Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu.

Innlent
Fréttamynd

Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkni­efnum

Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Svona gáfu þjóðirnar okkur stig

Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.

Lífið
Fréttamynd

Næst­besti árangur Ís­lands frá upp­hafi

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.

Lífið
Fréttamynd

Ítalía vann Eurovision

Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“

Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Lífið
Fréttamynd

Twitter sprakk eftir Daða og Gagna­magnið

Líkt og venja gerir ráð fyrir er líf á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Eurovision gengur í garð. Segja má að hátíðin nái hámarki þegar Ísland stígur á svið á sjálfu úrslitakvöldinu, en líkt og flestir með nettengingu hafa eflaust tekið eftir er það kvöldið í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Hafa æft pósur fyrir lokakvöldið

Daði og gagnamagnið hafa undirbúið skemmtilegar pósur fyrir augnablikið þegar myndavélin beinist að þeim í græna herberginu í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í gagnamagninu, lýsir síðustu dögum sem tilfinningarússíbana. 

Lífið
Fréttamynd

Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið

Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga

Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“

Lífið
Fréttamynd

„Bíddu er þetta alltaf svona mikill við­bjóður?“

Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag.

Lífið