Handbolti

Anton og Jónas sendir heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jónas og Anton dæma ekki fleiri leiki á HM í Danmörku.
Jónas og Anton dæma ekki fleiri leiki á HM í Danmörku. vísir/stefán
Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á HM í handbolta kvenna í Danmörku en þeir hafa verið sendir heim.

Ástæðan er atvik sem átti sér stað í leik Suður-Kóreu og Frakklands í C-riðli í gær.

Um miðjan fyrri hálfleik, í stöðunni 6-6, skoraði Suður-Kórea mark sem Anton og Jónas dæmdu gilt.

Boltinn var langt fyrir innan marklínuna en einhverra hluta vegna var ákveðið að skoða atvikið á myndbandi. Að því loknu dæmdi eftirlitsdómarinn, hinn danski Bjarne Munk, markið svo ógilt.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Ákvörðunin var röng sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir hlutaðeigandi. Anton og Jónas hafa verið sendir heim og dæma ekki fleiri leiki á HM. Að skapi mun Munk ekki starfa meira á mótinu sem og fleiri starfsmenn leiksins örlagaríka í gær. Þá hefur verið ákveðið að hætta að nota marklínutæknina sem var notuð í fyrsta sinn á HM karla í Katar í byrjun árs.

Leiknum í gær lauk með jafntefli, 22-22. Frakkar eru með þrjú stig í 2. sæti C-riðils en Suður-Kórea í því fjórða með tvö stig.

Når målteknologien svigter

Der var uenighed hos vores to eksperter i VM-studiet, da Sydkorea blev snydt for et mål mod Frankrig. Hvem har ret? Karin Mortensen eller Camilla Andersen?#DRmitVM

Posted by DR Sporten on Monday, December 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×