Handbolti

Kiel fékk óvæntan skell á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum.
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum. Vísir/Getty
Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fékk óvæntan átta marka skell 30-22 á heimavelli í Meistaradeildinni í dag gegn Flensburg.

Er þetta annað skiptið í röð sem Kiel sem tapar ekki mörgum heimaleikjum þarf að horfa á eftir sigrinum til Flensburg.

Kiel var með frumkvæðið framan af og leiddi 10-9 þegar stutt var til hálfleiks en þá tóku Flensburg stjórn á leiknum.

Smátt og smátt juku þeir við forskot sinn eftir því sem leið á seinni hálfleik. Fór munurinn þegar mest var upp í tíu mörk en Kiel náði að laga stöðuna á lokasekúndunum.

Var þetta annað tap Kiel í síðustu þremur leikjum en lærisveinar Alfreðs eru með sex stig eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×