Fréttir Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Innlent 20.6.2024 12:29 Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Innlent 20.6.2024 12:06 Reykvíkingur ársins fann fyrir pressu á árbakkanum Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. Innlent 20.6.2024 12:01 Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52 Vantraust á Alþingi og Reykvíkingur ársins Í hádegisfréttum fjöllum við um vantrauststillögu sem borin hefur verið upp á Alþingi á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Innlent 20.6.2024 11:39 Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Innlent 20.6.2024 11:18 Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Innlent 20.6.2024 11:09 Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. Innlent 20.6.2024 11:06 Greiða atkvæði um vantrauststillöguna Alþingismenn greiða atkvæði um vantrauststillögu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á þingfundi dagsins. Innlent 20.6.2024 10:53 Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. Innlent 20.6.2024 10:46 „Ég sakna vina minna úr Grindavík“ „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Innlent 20.6.2024 10:35 Biðla til veitingamanna að selja ekki lunda Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið biðla til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Innlent 20.6.2024 10:04 Vilhjálmur segir stjórnarflokkana opinbera valdasýki sína Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni en honum þykir ekki forsvaranlegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji verja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti. Innlent 20.6.2024 09:06 Saga ráðin aðalhagfræðingur Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum. Innlent 20.6.2024 08:49 Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47 Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Innlent 20.6.2024 08:32 Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53 Eftirlitsaðilum bárust 50 ábendingar frá 1. apríl 2023 til ársloka Tæplega 50 ábendingar um leigubifreiðaakstur bárust eftirlitsaðilum frá 1. apríl 2023, þegar ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi, til ársloka. Innlent 20.6.2024 07:11 Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Innlent 20.6.2024 07:01 Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48 Bíður eftir gögnum til að ljúka rannsókn í manndrápsmáli á Selfossi Héraðssaksóknari bíður enn eftir gögnum til að geta lokið rannsókn sinni á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu. Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Innlent 20.6.2024 06:45 Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Innlent 20.6.2024 06:21 Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56 Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítillega Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. Innlent 19.6.2024 23:09 „Þessi vantrauststillaga verður felld“ Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Innlent 19.6.2024 23:01 Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Innlent 19.6.2024 22:23 Þrír skjálftar í Mýrdalsjökli í kvöld Skjálfti af stærð 3,3 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21:26 í kvöld. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, hafi orðið stuttu síðar. Innlent 19.6.2024 22:12 Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Innlent 19.6.2024 22:02 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00 « ‹ 251 252 253 254 255 256 257 258 259 … 334 ›
Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Innlent 20.6.2024 12:29
Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Innlent 20.6.2024 12:06
Reykvíkingur ársins fann fyrir pressu á árbakkanum Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. Innlent 20.6.2024 12:01
Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald. Erlent 20.6.2024 11:52
Vantraust á Alþingi og Reykvíkingur ársins Í hádegisfréttum fjöllum við um vantrauststillögu sem borin hefur verið upp á Alþingi á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Innlent 20.6.2024 11:39
Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Innlent 20.6.2024 11:18
Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Innlent 20.6.2024 11:09
Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. Innlent 20.6.2024 11:06
Greiða atkvæði um vantrauststillöguna Alþingismenn greiða atkvæði um vantrauststillögu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á þingfundi dagsins. Innlent 20.6.2024 10:53
Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. Innlent 20.6.2024 10:46
„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Innlent 20.6.2024 10:35
Biðla til veitingamanna að selja ekki lunda Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið biðla til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Innlent 20.6.2024 10:04
Vilhjálmur segir stjórnarflokkana opinbera valdasýki sína Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni en honum þykir ekki forsvaranlegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji verja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti. Innlent 20.6.2024 09:06
Saga ráðin aðalhagfræðingur Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum. Innlent 20.6.2024 08:49
Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Erlent 20.6.2024 08:47
Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Innlent 20.6.2024 08:32
Krefst fræðslu um gyðingahatur eftir að tólf ára stúlku var nauðgað Tveir þrettán ára drengir hafa verið ákærðir fyrir að nauðga tólf ára stúlku í Frakklandi. Stúlkan er gyðingur og segir drengina hafa viðhaft hatursorðræðu um hana á meðan þeir nauðguðu henni. Frakklandsforseti hefur beint því til skólakerfisins að efla fræðslu um gyðingahatur. Erlent 20.6.2024 08:03
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. Erlent 20.6.2024 07:53
Eftirlitsaðilum bárust 50 ábendingar frá 1. apríl 2023 til ársloka Tæplega 50 ábendingar um leigubifreiðaakstur bárust eftirlitsaðilum frá 1. apríl 2023, þegar ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi, til ársloka. Innlent 20.6.2024 07:11
Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Innlent 20.6.2024 07:01
Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Erlent 20.6.2024 06:48
Bíður eftir gögnum til að ljúka rannsókn í manndrápsmáli á Selfossi Héraðssaksóknari bíður enn eftir gögnum til að geta lokið rannsókn sinni á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu. Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Innlent 20.6.2024 06:45
Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Innlent 20.6.2024 06:21
Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Erlent 19.6.2024 23:56
Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítillega Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. Innlent 19.6.2024 23:09
„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Innlent 19.6.2024 23:01
Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Innlent 19.6.2024 22:23
Þrír skjálftar í Mýrdalsjökli í kvöld Skjálfti af stærð 3,3 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21:26 í kvöld. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, hafi orðið stuttu síðar. Innlent 19.6.2024 22:12
Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Innlent 19.6.2024 22:02
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Erlent 19.6.2024 22:00