Fréttir

Tollastríð, kennaraverkfall og ham­borgarar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu.

Innlent

Grunur um matarborna sýkingu á þorra­blóti

Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir.

Innlent

Vont veður geti stytt tíma til rýmingar

Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga.

Innlent

Stór­hríð og foktjón í vændum

Landið verður að miklum hluta appelsínugult annað kvöld en viðvaranir ná til landsins alls. Fyrir vestan, norðan og austan eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns.

Veður

Ó­breytt staða í Karp­húsinu

Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara.

Innlent

Hættir sem for­maður Siðmenntar

Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár.

Innlent

Sakar Helgu um „hel­vítis lygar“

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta.

Innlent

Um 500 nýjar í­búðir byggðar í Ár­nesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.

Innlent

Þung staða og „ekki hægt að úti­loka“ verk­föll í fyrra­málið

Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun.

Innlent

Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun

Veður verður rólegt í dag en það er skammvinn sæla því útlit er fyrir stórviðri í flestum landshlutum á morgun. Í kvöld nálgast kröpp lægð úr suðri og það gengur í austan 18 metra á sekúndu með rigningu og snjókomu víða, á morgun fara hviður sums staðar yfir 40 metra á sekúndu á norðanverðu landinu.

Veður

Ók á móti um­ferð á flótta frá lög­reglunni

Lögregla var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi og voru þrír ökumenn handteknir þar grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn reyndi að flýja af vettvangi og ók á móti umferð en var stöðvaður eftir stutta eftirför.

Innlent

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Erlent

Segir ljóst að Sigur­jón skorti hæfi

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti.

Innlent

Ógnaði fólki með bar­efli í bænum

Tilkynnt var um mann sem átti að hafa ógnað fólki með barefli í bænum í dag. Lögregla hafði upp á manninum, sem hún kannaðist við frá fyrri afskiptum. Var hann hinn rólegasti og honum var komið heim til sín.

Innlent

Allir far­þegarnir látnir

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar.

Erlent

Pá­lína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum

Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Innlent

Kennarar með við­bótar­kröfur og fundi frestað

Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent

Klaka­stykki stórskemmdi bíl

Stærðarinnar klakastykki rann af fjölbýlihúsi og olli stórskemmdum á bíl í Grafarvogi í gærkvöldi. Bíllinn er töluvert skemmdur ef ekki ónýtur, að sögn aðstandana eigandans.

Innlent

Ís­lendingar fá leið­beiningar um við­brögð við stríði

Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn.

Innlent

Ó­skandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar.

Innlent