„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. Fótbolti 19.7.2025 16:58
„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Fótbolti 19.7.2025 16:42
Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Þjálfaraferill Erik ten Hag byrjar ekki vel hjá þýska stórliðinu Bayer Leverkusen en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í gær og útkoman var vandræðalegt tap. Fótbolti 19.7.2025 16:32
Hera í úrslit á Evrópumótinu Íslensku kastararnir eru að standa sig vel á Evrópumeistaramót U23 fer fram í Bergen í Noregi. Sport 19.7.2025 12:53
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Fótbolti 19.7.2025 12:32
Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deild Evrópumótsins. Körfubolti 19.7.2025 11:59
Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Ástralski kylfingurinn Lucas Herbert er að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi en kylfusveinninn hans hefur eiginlega vakið enn meiri athygli. Golf 19.7.2025 11:31
Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Körfubolti 19.7.2025 11:03
Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Króatíski körfuboltamaðurinn Josip Barnjak mun spila með Skagamönnum í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri þótt að fyrir stuttu leit út fyrir að hann mætti ekki spila körfubolta fyrr en árið 2031. Körfubolti 19.7.2025 10:30
Kátína í Kenía og kvalir í Köben Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Sport 19.7.2025 10:01
Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Fótbolti 19.7.2025 09:03
Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Enski boltinn 19.7.2025 08:02
Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Caitlin Clark, skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í körfubolta, mun ekki taka þátt í stjörnuleik deildarinnar sökum meiðsla. Hún var skráð til leiks í þriggja stiga keppninni og eftirvæntingin mikil enda Clark án efa eitt stærsta nafnið í bandarískum íþróttum í dag. Körfubolti 19.7.2025 07:01
Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Segja má að Opna breska meistaramótið í golfi og Besta deild karla í knattspyrnu eigi hug okkar allan á rásum SÝNAR Sport í dag. Sport 19.7.2025 06:00
Hrókeringar í markmannsmálum Man City Það virðist sem breytingar séu framundan í markmannsmálum Manchester City. Englendingurinn James Trafford er orðaður við endurkomu eftir að hafa gert góða hluti hjá Burnley. Enski boltinn 18.7.2025 22:18
Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Amin Cosic skoraði eina mark Njarðvíkur í 1-0 útsigri á Fylki í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Cosic kveður því með stæl en hann er að ganga til liðs við KR sem leikur í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 18.7.2025 21:19
Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Fótbolti 18.7.2025 18:32
Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Davíð Kristján Ólafsson og liðsfélagar hans í Cracovia unnu 4-1 stórsigur á Gísla Gottskálk Þórðarsyni og félögum hans í Lech Poznan í 1. umferð efstu deildar Póllands. Fótbolti 18.7.2025 20:45
Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Það virðist næsta öruggt að miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson sé á förum frá efstu deildarliði Bologna á Ítalíu. Fótbolti 18.7.2025 20:31
Vélmennið leiðir Opna breska Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, er með nauma forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi. Golf 18.7.2025 19:44
Hófu titilvörnina á naumum sigri Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hófu titilvörn sína á naumum 3-2 útisigri á Viborg í 1. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Magnus Mattsson úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Fótbolti 18.7.2025 19:05
Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Ince hefur misst bílpróf sitt eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Enski boltinn 18.7.2025 18:16
Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Nýliðar Aftureldingar hafa staðið sig með prýði það sem af er tímabili í Bestu deild karla í fótbolta. Betur má þó ef duga skal. Íslenski boltinn 18.7.2025 17:31
Reyndi allt til að koma kúlunni niður Áhorfendur á Opna breska meistaramótinu í golfi skelltu upp úr þegar Justin Thomas fór nýstárlegar leiðir til að koma kúlunni í holuna í dag. Golf 18.7.2025 16:46