Fréttamynd

Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl

Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Marka­skorarinn Martínez: Ég var heppinn

„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn


Fréttamynd

Egypta­land í átta liða úr­slit eftir bras í byrjun

Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Martínez hetja Rauðu djöflanna

Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guð­mundur hefur trú á Slóveníu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Dag­ný kom inn af bekknum í mikil­vægum sigri

Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“

„Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld

„Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Karó­lína hóf árið á stoðsendingu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Handbolti
Fréttamynd

Er í 90 prósent til­fella nóg

„Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum.

Handbolti
Fréttamynd

Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm

Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu.

Handbolti