Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í fyrri hálfleik skoraði Anthony Edwards tuttugu stig þegar Minnesota Timberwolves jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 117-93 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Körfubolti 9.5.2025 11:00
Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Körfubolti 9.5.2025 10:01
Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld. Körfubolti 9.5.2025 09:30
„Helmingurinn af liðinu var veikur“ Davis Geks átti góðan leik í kvöld þegar Tindastóll vann Stjörnuna í fyrsta leik úrslitaviðureignar Bónus deildar karla. Geks skoraði risastóra þriggja stiga körfu sem var lykilpartur af sigri Tindastóls. Hann fór yfir atvikið eftir leikinn. Körfubolti 8.5.2025 23:44
Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum. Körfubolti 8.5.2025 23:34
Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Nýi páfinn Leó XIV kemur frá Bandaríkjunum en hann er mikill íþróttaáhugamaður. Hann kemur frá Chicago og þar er hafnabolti verulega vinsæll. Sport 8.5.2025 23:32
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. Enski boltinn 8.5.2025 22:55
Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 8.5.2025 19:33
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. Enski boltinn 8.5.2025 21:45
Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Real Betis er komið áfram í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem þeir munu mæta Chelsea. Fótbolti 8.5.2025 18:30
Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sheffield United vann í kvöld Bristol City 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í Championship deildinni Enski boltinn 8.5.2025 21:25
Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta. Körfubolti 8.5.2025 21:06
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. Sport 8.5.2025 18:30
Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. Fótbolti 8.5.2025 18:30
Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Þróttarakonur jöfnuðu við Blika á toppnum eftir að hafa sótt þrjú stig á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Alfons Sampsted sást skemmta sér með stuðningsmönnum Bodø/Glimt, fyrir leik þeirra gegn Tottenham í kvöld. Sport 8.5.2025 18:41
Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Djurgården í kvöld. Þar muna þeir mæta annað hvort Fiorentina eða Real Betis en leikur þeirra er kominn í framlengingu. Fótbolti 8.5.2025 18:30
Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Íslenski boltinn 8.5.2025 15:47
Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin hafa verið á miklu skriði að undanförnu og unnu fjórða sigurinn í röð í þýska körfuboltanum í kvöld. Körfubolti 8.5.2025 18:12
Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Fótbolti 8.5.2025 16:30
Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. Fótbolti 8.5.2025 15:00
Frá Eyjum til Ísraels Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels. Handbolti 8.5.2025 14:31
„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. Körfubolti 8.5.2025 14:02