Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Sport 27.1.2025 07:21
Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn „Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 27.1.2025 07:03
Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Mikil reiði er á Ítalíu eftir að efnileg hjólakona varð fyrir bíl á æfingu og lést af sárum sínum. Sport 27.1.2025 06:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti 26.1.2025 19:00
Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit. Handbolti 26.1.2025 18:39
Martínez hetja Rauðu djöflanna Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra. Enski boltinn 26.1.2025 18:32
Guðmundur hefur trú á Slóveníu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta. Handbolti 26.1.2025 18:14
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum. Enski boltinn 26.1.2025 17:32
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. Handbolti 26.1.2025 16:43
Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. Handbolti 26.1.2025 16:42
Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. Handbolti 26.1.2025 16:41
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Handbolti 26.1.2025 16:38
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Handbolti 26.1.2025 16:28
Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Handbolti 26.1.2025 16:22
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Handbolti 26.1.2025 16:13
Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Portúgal vann 46-28 stórsigur gegn Síle og tryggði sér efsta sætið í þriðja milliriðlinum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Síle endar stigalaust í neðsta sætinu. Portúgal mun mæta Þýskalandi, lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, í átta liða úrslitum. Handbolti 26.1.2025 16:09
Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Enski boltinn 26.1.2025 16:00
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. Handbolti 26.1.2025 12:01
Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011. Handbolti 26.1.2025 14:33
Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. Fótbolti 26.1.2025 13:35
Karólína hóf árið á stoðsendingu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg. Fótbolti 26.1.2025 13:08
Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með. Handbolti 26.1.2025 12:40
Er í 90 prósent tilfella nóg „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Handbolti 26.1.2025 12:30
Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. Handbolti 26.1.2025 11:30
HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Mikil svaðilför á steikhús í Zagreb er rakin í HM í dag. Einn kafnaði næstum því á matnum, aðrir köfnuðu næstum úr skítafýlu og annar sturtaði sér yfir þjóninn vegna afgreiðslunnar. Handbolti 26.1.2025 11:03