
Formúla 1

Eftirsóttur Sainz fer til Williams eftir tímabilið
Koma Lewis Hamilton til Ferrari þýðir að ekki var ljóst hvar Carlos Sainz myndi sinna atvinnu sinni á komandi á tímabili. Það hefur loks fengist svar við því en hann mun keyra fyrir annars slakt lið Williams á komandi tímabili í Formúlu 1.

Russell dæmdur úr leik og Hamilton fagnar sigri í Belgíu
Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton komu fyrstir í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Yuki Tsunoda færður aftur um 60 sæti í ræsingu
Yuki Tsunoda, ökumaður Honda, mun ræsa aftastur í belgíska kappakstrinum í dag eftir að hafa verið færður aftur um 60 sæti í refsingarskyni.

Verstappen fljótastur en ræsir ellefti
Heimsmeistarinn Max Verstappen var langfljótastur í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Belgíukappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hann ræsir þó úr ellefta sæti þar sem hann tekur út refsingu.

Verstappen færður aftur um tíu sæti í ræsingu
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Max Verstappen, stendur í stappi þessa dagana. Hann mun ekki vera á ráspól á sunnudaginn, jafnvel þó hann verði fljótastur í tímatökum þar hann hefur skipt of oft um vél.

Hamilton skýtur á Verstappen: Verður að haga sér eins og heimsmeistari
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skaut fast á núverandi heimsmeistara eftir ungverska formúlu 1 kappaksturinn um síðustu helgi.

Banna Verstappen að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu
Forráðamenn Red Bull hafa bannað Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu.

Ocon verður fyrsti sigurvegarinn til að keyra fyrir Haas
Esteban Ocon verður fyrsti Formúlu 1 sigurvegarinn til að aka fyrir Haas. Hann samdi við bandaríska félagið og mun mynda nýtt Haas lið á næsta ári með nýliðanum Oliver Bearman.

Reynslumikill maður ráðinn í brúna hjá Formúlu 1 liði Audi
Ítalinn Mattia Binotto, fyrrverandi liðsstjóri Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi sem tekur sæti í mótaröðinni frá og með tímabilinu 2026.

Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“
Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær.

Hamilton á verðlaunapall í 200. sinn
Lewis Hamilton heldur áfram að skrá sig í Formúlu 1 sögubækurnar en hann komst á verðlaunapall í 200. skipti á ferlinum þegar hann endaði í þriðja í sæti í Ungverjalandskappakstrinum í dag.

Norris viðurkennir að það hafi kitlað að láta sigurinn ekki af hendi
Þegar þeir Oscar Piastri og Lando Norris komu fyrstur í mark í Ungverjalandskappaksturinn í gær var það í fyrsta sinn í þrjú ár sem ökumenn McLarens enduðu í efstu tveimur sætunum í keppni í Formúlu 1.

Norris hleypti Piastri fram úr sér og Ástralinn vann sinn fyrsta sigur
Oscar Piastri á McLaren vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann vann Ungverjalandskappaksturinn í dag.

Hamilton hrósar Schumacher fyrir að koma út úr skápnum
Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hrósaði Ralf Schumacher fyrir að koma út úr skápnum.

Ralf Schumacher kemur út úr skápnum
Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður.

Hélt að hann myndi aldrei vinna aftur: „Ég get ekki hætt að gráta“
Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi, gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hann tryggði sér sigur á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum í gær.

Hamilton fyrstur í fyrsta sinn í langan tíma
Lewis Hamilton vann Silverstone kappaksturinn í Formúlu 1. Þetta var hans fyrsti brautarsigur síðan í desember 2021.

Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins
Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir.

McLaren vill að Verstappen verði refsað: Allur heimurinn veit hver er sá seki
Lando Norris náði ekki að klára austurríska kappaksturinn um helgina og liðið hans McLaren er mjög ósátt með þátt heimsmeistarans Max Verstappen í því.

Russell fagnaði sigri eftir árekstur Verstappen og Norris
George Russell, ökumaður Mercedes, stóð uppi sem sigurvegari í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi
Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1.

Biðlar til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ að leita til sálfræðings
Lögreglan í Norhamptonshire segir ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í kjölfar nafnlausra tölvupósta og textaskilaboð sem ýjuðu að því að liðsmenn Formúlu 1 liðs Mercedes væru vísvitandi að skemma fyrir ökumanni liðsins og sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið alvarlegum augum þar sem að einn tölvupósturinn, sem kom frá óþekktum aðila, bar nafnið „Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis.“

Verstappen vann sjöunda kappaksturinn á tímabilinu
Hollenski heimsmeistarinn Max Verstappen hélt áfram að auka forskot sitt í keppni ökumanna í formúlu 1 með því að vinna spænska kappaksturinn í dag.

Lando Norris á ráspól á morgun
Bretinn Lando Norris varð fyrstur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn í formúlu 1 í dag og byrjar því fremstur á ráspól á morgun.

Höfðu hendur í hári fjárkúgara Michael Schumacher
Lögreglan hefur handtekið tvo aðila fyrir að reyna að hafa pening af fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher.

Verstappen sigraði í Kanada
Heimsmeistarinn Max Verstappen tryggði sér sigur í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 er hann kom fyrstur í mark í kvöld.

Russell á ráspól á sama tíma og Verstappen
George Russell mun ræsa fremstur þegar kanadíski kappaksturinn í Formúlu 1 hefst á morgun.

Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1
Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli.

Perez framlengir og framtíð Sainz enn í lausu lofti
Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

Alpine framlengir ekki við Ocon eftir áreksturinn í Mónakó
Kappaksturslið Alpine í Formúlu 1 hefur ákveðið að framlengja ekki samning ökuþórsins Esteban Ocon sem varð valdur að harkalegum árekstri í Mónakó síðustu helgi.