Bíó og sjónvarp

Endurgera Oldboy

Leikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith ætla sér að endurgera suður-kóresku bíómyndina Oldboy sem kom út fyrir fimm árum við góðar undirtektir.

Bíó og sjónvarp

Statham í lið með Stallone

Breski harðjaxlinn Jason Statham hefur samþykkt að leika í næstu mynd Sylvester Stallone, The Expendables. Stallone mun leika aðalhlutverkið í myndinni, leikstýra henni og skrifa handritið. Líklega mun slagsmálahundurinn Jet Li einnig leika í myndinni.

Bíó og sjónvarp

Framhald næsta sumar

Kim Cattrall úr Sex and the City-þáttunum segir að til standi að kvikmynda framhald samnefndrar myndar á næsta ári. Bætti hún því við að erfitt væri að ná öllum leikurunum saman fyrir verkefnið vegna þess að þeir væru svo uppteknir. „Við ætlum að búa til framhaldið næsta sumar,“ sagði hún.

Bíó og sjónvarp

Spielberg syrgir Crichton

Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp

Black í Putalandi

Jack Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd byggðri á hinni sígildu sögu Gúlliver í Putalandi eftir Jonathan Swift. Myndin fjallar um blaðamanninn Lemuel Gulliver sem er staddur í Bermúda þegar hann skyndilega upplifir sjálfan sig sem risa innan um íbúa hinnar földu eyjar Lilliput.

Bíó og sjónvarp

Fastur í fangabúðum

Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum.

Bíó og sjónvarp

Tekjuhæsta mynd allra tíma

Söngvamyndin Mamma Mia! með Meryl Streep og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum er orðin tekjuhæsta breska mynd allra tíma í heimalandi sínu. Síðan myndin kom út í júlí hefur hún þénað rúmar 67 milljónir punda, rúmri milljón meira en fyrsta Harry Potter-myndin aflaði í Bretlandi.

Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd um Sálina í kvöld

Heimildarmyndin Hér er draumurinn í leikstjórn Jóns Egils Bergþórssonar, sem fjallar um Sálina hans Jóns míns, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Í myndinni, sem er í fullri lengd, er farið yfir 20 ára feril sveitarinnar. Gríðarlega fjölbreytt myndefni var notað við vinnslu myndarinnar ásamt gömlum viðtölum sem komu að góðum notum.

Bíó og sjónvarp

Spock í erlendri hryllingsmynd

„Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning,“ segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar.

Bíó og sjónvarp

Ekki aftur í Hairspray

Leikarinn John Travolta ætlar ekki að endurtaka hlutverk sitt sem Edna Turnblad í væntanlegu framhaldi söngvamyndarinnar Hairspray. Fyrri myndin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og þótti Travolta standa sig með prýði sem hin þybbna Turnblad.

Bíó og sjónvarp

Jean Reno í gamanmynd

Franski leikarinn Jean Reno hefur tekið að sér hlutverk í gamanmyndinni Couples Retreat. Myndin fjallar um fjögur pör sem ferðast til hitabeltiseyjar þar sem þau þurfa að greiða úr ýmsum persónulegum flækjum.

Bíó og sjónvarp

Söngvamynd á toppinn

Söngvamyndin High School Musical 3: Senior Year fór beint í efsta sætið yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um liðna helgi. Þessi framhaldsmynd er sú fyrsta í röðinni sem er sýnd á hvíta tjaldinu því hinar tvær voru eingöngu gerðar fyrir sjónvarp.

Bíó og sjónvarp

Bretarnir vilja meira kynlíf

Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Cas­ino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum.

Bíó og sjónvarp

Á tveimur hátíðum

Kvikmyndin Heiðin verður sýnd í flokknum Alþjóðlegar uppgötvanir á kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg í byrjun nóvember. Heiðin er í hópi 32 nýrra mynda sem voru valdar sérstaklega úr um 2.500 myndum sem valnefnd hátíðarinnar barst og er því um mikinn heiður að ræða fyrir leikstjórann Einar Þór Gunnlaugsson og aðra sem stóðu að myndinni.

Bíó og sjónvarp

Kvikmyndaver selt

Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði.

Bíó og sjónvarp

Saga eftir Palahniuk í bíó

Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir.

Bíó og sjónvarp

Á flótta undan réttvísinni

Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi.

Bíó og sjónvarp

Rourke og Statham í 13

Mickey Rourke, Jason Statham og rapparinn 50 Cent hafa tekið að sér hlutverk í spennumyndinni 13 sem Frakkinn Gela Babluani leikstýrir. Áður hafði Sam Riley verið ráðinn í hlutverk í myndinni, sem er endurgerð 13 Tzameti sem Babluani leikstýrði einnig.

Bíó og sjónvarp

Alþjóðleg dreifing

Samningar hafa náðst milli Reykjavík Films, sem framleiddi sjónvarpsþættina Mannaveiðar, og þýska fyrirtækisins Bavaria Film International um alþjóðlega dreifingu þáttanna.

Bíó og sjónvarp

Íkveikja frestar mynd

Framleiðslu hefur verið frestað á nýrri hasarmynd Johns Travolta, From Paris With Love, eftir að kveikt var í tíu bílum sem átti að nota í myndinni.

Bíó og sjónvarp

Sýna tvær nýjar myndir

Tvær nýjar heimildarmyndir um Sigur Rós verða sýndar í kvikmyndahúsinu Odeon í Covent Garden í London 10. nóvember. Sama dag kemur út í Bretlandi nýtt smáskífulag, Við spilum endalaust.

Bíó og sjónvarp

Undrast ekki dræma aðsókn

Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill.

Bíó og sjónvarp

Forsala hafin á James Bond

Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale.

Bíó og sjónvarp

Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar.

Bíó og sjónvarp

Tvenn verðlaun í Barcelona

Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina.

Bíó og sjónvarp

Leitin að ómögulegum draumi

Kvikmyndin um drottninguna Raquelu verður loksins frumsýnd hér á landi um helgina eftir að hafa farið sigurför um heiminn. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir líf stelpustráka einkennast af leitinni að hinu ómögulega.

Bíó og sjónvarp

Tulpan sigurvegari á RIFF

Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem voru afhent í hvalaskoðunarskipum við Ægisgarð um helgina. Myndin fjallar um Asa sem ferðast til Kasakstan eftir að hafa lokið herþjónustu hjá rússneska flotanum. Til þess að gerast hirðingi reynir hann að vinna ástir Tulpan og kvænast henni.

Bíó og sjónvarp

Hundamynd á toppnum

Beverly Hills Chihuahua var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina og námu tekjur hennar 29 milljónum dollara, eða um 3,3 milljörðum króna. Myndin fjallar um hundinn Papio sem verður yfir sig ástfanginn af hundinum Chloe.

Bíó og sjónvarp