
Fótbolti

Sveindís enn í hlutverki varamanns
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Wolfsburg það sem af er leiktíð og hún kom á ný inn á sem varamaður í kvöld, þegar liðið vann Freiburg 3-0 í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Birkir hetjan á gamla heimavellinum
Birkir Bjarnason var hetja Brescia í dag í ítölsku B-deildinni í fótbolta en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðið mætti Sampdoria á útivelli.

Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea
Chelsea kom sér upp fyrir Arsenal og Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford.

Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham
Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad í dag þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Halmstad er þar með komið upp úr fallsætunum og í góð mál fyrir lokaumferð deildarinnar.

Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörn Panathinaikos í dag þegar liðið vann sigur á Volos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti
AGF tók á móti Lyngby í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni og vann 2-1 þökk sé marki í uppbótartíma. Mikael Neville Anderson hjá AGF og Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby voru báðir í byrjunarliðunum.

Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu
Landsliðsframherjinn Orri Óskarsson varð að sætta sig við að spila tíu mínútur í kvöld þegar lið hans Real Sociedad vann góðan 2-0 útisigur gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð
Rosengård er komið aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Hammarby í síðustu umferð. 2-0 sigur vannst þegar Linköping kom í heimsókn í dag, Guðrún Arnardóttir stóð í miðri vörn Rosengård að vana.

Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby
Í þriðja sinn á minna en mánuði laut Midtjylland í lægra haldi gegn Brøndby. Dönsku meistararnir buðu þeim gulklæddu í heimsókn í 14. umferð deildarinnar í dag og töpuðu 1-5.

Olmo mættur aftur með látum
Dani Olmo var afar áberandi í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Barcelona síðan hann meiddist í læri um miðjan september. Börsungar unnu grannaslaginn við Espanyol í dag, 3-1, í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins
Willum Þór Willumsson skoraði eina mark leiksins í sigri Birmingham gegn Sutton í fyrstu umferð FA bikarsins. Alfons Sampsted kom inn á undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby sem féll úr leik gegn Wealdstone í gærkvöldi.

Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar
Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs.

Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði níutíu mínútur í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Nordsjælland tapaði 2-1 á útivelli gegn Fortuna.

Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina
Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í 2-1 tapi gegn Fiorentina í áttundu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hún átti fjórar vörslur í dag, þar af tvær úr skotum inni í vítateig, en gat ekki komið í veg fyrir endurkomu Fiorentina.

Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir
Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni
Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum.

Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu
Thomas Tuchel hefur fengið leyfi frá enska knattspyrnusambandinu fyrir því að vera að hluta til í fjarvinnu. Hann mun lifa og starfa í bæði Lundúnum og München, þegar hann tekur við starfi landsliðsþjálfara í janúar.

Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“
Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af.

Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni
Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur.

„Ég held að við getum orðið enn betri“
Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, segir sína menn eiga meira inni. Liðið hefur ekki verið eins ofarlega í töflunni í 26 ár.

Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu
Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig.

Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu
Juventus hefur enn ekki tapað leik og er eina lið ítölsku úrvalsdeildarinnar sem getur státað sig af því. Taplausa hrinan hélt áfram með 2-0 sigri gegn Udinese í dag.

Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins
Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds
Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds.

Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn
Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma.

Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum
Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum.

Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma
Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig.

Kane allt í öllu í sigri Bayern
Harry Kane var aðalmaðurinn í 3-0 sigri Bayern München gegn Union Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana
Hinn 18 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen lék í dag sínar fyrstu mínútur á þessari leiktíð fyrir nýkrýnda meistara Malmö, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide
Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið.