Fótbolti

Uppgjör og viðtöl: Fram - Fylkir 2-1 | Heimamenn upp í þriðja sætið
Fram tók á móti Fylki í Úlfarsárdal og sigruðu heimamenn 2-1 þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu. Fram hefur farið vel af stað í Bestu deild karla en liðið er komið með 10 stig þegar 5 umferðir eru búnar af Íslandsmótinu.

„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks.

„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“
Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið.

„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Lærisveinar Freys felldu Guðlaug Victor og Alfreð Finnboga
Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

„Komum sterkt til baka og kláruðum þetta“
Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði eitt og lagði upp tvö er Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur gegn ÍA í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Er með góða tilfinningu eftir að hafa komið til baka“
KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð
Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð.

Sverrir Ingi lagði upp sigumarkið sem galopnaði toppbaráttuna
Toppbarátta dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta er hreint út sagt með ólíkindum þegar fjórar umferðir eru eftir. Sverrir Ingi Ingason lagði upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby.

Samherjar Alberts náðu í stig í Mílanó
Samherjar Alberts Guðmundssonar náðu í stig á útivelli gegn AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðin gerðu 3-3 jafntefli á San Siro-leikvaningum í Mílanó. Albert var fjarri góðu gamni en hann hefur verið einn besti maður liðsins á leiktíðinni.

Uppgjör og viðtöl: KA-KR 1-1 | Smit stal fyrirsögnunum enn og aftur
KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 5. umferð Bestu deilar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag eftir leik sem bauð upp á margt og mikið.

Markasúpa þegar Liverpool komst á sigurbraut
Eftir að hafa mistekist að vinna síðustu tvo deildarleiki sína þá vann Liverpool 4-2 sigur á Tottenham Hotspur í dag. Um var að ræða fjórða tap Spurs í röð í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Hilmir Rafn kominn á blað í Noregi
Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark Kristiansund þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hilmir Rafn er þar með kominn á blað en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Sjáðu frábært mark hjá Arnóri Ingva sem dugði þó skammt
Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrir Norrköping í sænsku deildinni í dag en það kom ekki í veg fyrir stórt tap á útivelli.

Langt hlé gert á leik hjá Guðrúnu vegna mikillar rigningar
Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård unnu 6-1 stórsigur á Linköpings FC í sænsku úrvalsdeildinni í dag í mjög sérstökum fótboltaleik. Liðið er á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir.

Jón Dagur lagði upp mark
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson átti mikilvæga stoðsendingu þegar Leuven vann Standard Liege í belgísku deildinni.

Birkir skoraði fyrir Brescia
Birkir Bjarnason var á skotskónum í dag þegar lið hans Brescia vann 4-1 heimasigur á Lecco í ítölsku B-deildinni.

Katla tryggði Kristianstad sigur
Katla Tryggvadóttir var hetja Kristianstad í sænsku deildinni í dag þegar hún skoraði sigurmarkið í útileik á móti Piteå.

Markaveisla hjá Chelsea á móti nágrönnum sínum
Chelsea vann 5-0 sigur á West Ham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni og komst fyrir vikið upp fyrir Manchester United í töflunni.

Andri Lucas skoraði og Andri Fannar fagnaði sigri á toppliðinu
Andri Lucas Guðjohnsen hættir ekki að skora fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og Andri Fannar Baldursson og félagar unnu flottan stórsigur á toppliðinu í sænsku deildinni.

PSV Eindhoven hollenskur meistari í fyrsta sinn í sex ár
PSV Eindhoven tryggði sér í dag hollenska meistaratitilinn í fótbolta eftir 4-2 sigur á Sparta Rotterdam á heimavelli sínum.

Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu.

Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur
FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

Messi með ótrúlegt stoðsendingmet í MLS deildinni í nótt
Lionel Messi er á fullri ferð með liði Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta og hann var allt í öllu í stórsigri liðsins í nótt.

Fengu myndsímtal frá Ed Sheeran í búningsklefanum
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir uppkomu Ipswich, eftir öll vonbrigðin síðustu ár, vera táknmynd um fegurð fótboltans.

Segir að móðurhlutverkið hafi gert sig að betri leikmanni
Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta, segist hafa orðið betri leikmaður eftir að hún eignaðist barn.

Féllu á meðan þjálfarinn sem þeir ráku hélt Blackburn uppi
Nýloknu tímabili Birmingham City í ensku B-deild karla í knattspyrnu var vægast sagt áhugavert. Á endanum féll félagið eftir tímabil sem átti upphaflega að vera upphaf nýrra tíma.

Sú markahæsta með tár á hvarmi er hún tilkynnti brotthvarf sitt frá Chelsea
Enska landsliðskonan Fran Kirby hefur gefið út að hún muni yfirgefa Chelsea að tímabilinu loknu. Hún er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 115 mörk í 205 leikjum.

Enginn náð í fleiri stig en McKenna síðan hann tók við Ipswich
Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich.

„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“
Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag.