
Fótbolti

Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum
Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum.

Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum
Panathinaikos tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu grísku deildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið sló Víkinga út úr Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.

Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna
Hinn nítján ára gamli Breki Baxter var hetja Eyjamanna í Lengjubikarnum í fótbolta í dag.

Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla
Newcastle lenti snemma undir á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en svöruðu með fjórum mörkum á ellefu mínútum og enduðu á að vinna leik liðanna 4-3.

Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool
Manchester City verður án síns markahæsta leikmanns í stórleiknum á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson átti flottan leik í dag þegar lið hans vann sannfærandi sigur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði jöfnunarmarkið þegar Fortuna Düsseldorf gerði 1-1 jafntefli við Köln á útivelli í þýsku b-deildinni í dag.

Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim
Graham Potter stýrði liði West Ham til sigurs á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafði þar mikil áhrif á baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.

Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni
Napoli tapaði óvænt í dag á móti Como í ítölsku A-deildinni í fótbolta og mistókst þar með að komast aftur á toppinn. Como vann leikinn 2-1.

Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með átta stiga forskot á Arsenal sem gæti orðið að ellefu stiga forskoti seinna í dag.

Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna
Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu.

Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum
Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng.

Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár
Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1.

Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Auk afgreiðslu tillagna og breytinga á reglugerðum sambandsins voru framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt fyrir þingfulltrúum og gestum.

Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið
Barcelona náði toppsætinu í spænsku úrvalsdeildinni á nýjan leik í kvöld eftir sigur á Kanaríeyjum gegn Las Palmas.

Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Inter lyfti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan sigur á Genoa á heimavelli í kvöld.

„Eigum skilið að finna til“
Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar.

Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni
Atletico Madrid lyfti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Valencia í dag. Barcelona getur náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld.

Asensio hetjan í endurkomu Villa
Lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio voru í lykilhlutverkum þegar Aston Villa vann góðan 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í deildinni.

Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika
Beiðablik vann stórsigur á Völsungi þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Blikar eru nú á toppi síns riðils eftir fjórar umferðir.

Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille í dag þegar liðið mætti Monaco á heimavelli. Lille á í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði
Vestri vann sigur á Fjölni í Lengjubikar karla í dag. Þá gerðu Njarðvíkingar góða ferð á heimavöll Framara í Úlfarsárdal.

Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt
Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth.

Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool
Arsenal fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið tapaði gegn West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Sóknarleikur liðsins var bragðdaufur og þá luku þeir leiknum manni færri eftir rautt spjald í seinni hálfleiknum.

Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var mjög ósáttur með að liðið hans fékk ekki vítaspyrnuna sem dómarinn dæmdi í uppbótatíma í 2-2 jafnteflinu við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól
Mikael Egill Ellertsson og félagar í Venezia náðu ekki að landa sigri á móti Lazio í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af
Ruben Amorim sá sína menn í Manchester United bjarga stigi undir lokin í 2-2 jafntefli á móti Everton í Goodison Park i ensku úrvalsdeildinni í dag.

Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram í dag. Það voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins.