Erlent

Neita að framselja prest sakaðan um morð og pyntingar
Dómsmálaráðherra Ítalíu hefur synjað beiðni Argentínu um að framselja prest sem er sakaður um hræðilega glæpi sem hann á að hafa framið á valdatíð Juans Peróns og herforingjastjórn landsins á þeim tíma.

Færeyskir nemendur sagðir beita kennara ofbeldi
Meðlimur í kennarasambandi Færeyja hefur kvatt kollega sína til þess að vera duglegri að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi nemenda sinna. Hann segir hafa borið á því að nemendur beiti kennara sína ofbeldi í auknum mæli. Þeir kasti bókum og pennum í kennara, sem segi tímaspursmál hvenær þeir verða barðir og þaðan af verra.

Hútar hóta hefndum
Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum
Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum.

Banamanninum áttræða sleppt úr gæsluvarðhaldi
Hinn 81 árs gamla Ebbe Preisler sem hefur verið handtekinn fyrir að drepa eiginkonu sína og reyna að fyrirfara sér í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.

Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna
Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.

Skotinn 55 sinnum og fjölskyldan fær fimm milljónir dala
Borgin Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða ættingjum Willie McCoy, sem skotinn var til bana af lögreglu árið 2019, fimm milljónir dala í miskabætur.

Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum.

Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt
Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag.

Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör
Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni.

Fjöldadauði sela rakinn til H5N1
Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis.

Ásakanir Suður-Afríku gegn Ísrael teknar fyrir í dag
Alþjóðadómstóllinn mun í dag taka fyrir umleitan Suður-Afríku um að dómstólinn grípi til aðgerða vegna meints þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum á Gasa.

„Atlantshafsbandalagið er dautt“
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“.

Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir
Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu.

Óöld í Ekvador
Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku.

Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári
Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið.

Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni.

Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina.

Byssumenn réðust inn í beina útsendingu og hótuðu sprengjuárás
Hópur manna vopnuðum skotvopnum brutust inn í sjónvarpssett hjá ekvadorska miðlinum TC í borginni Guayaquil fyrr í kvöld meðan á beinni útsendingu stóð.

Boðar róttækar breytingar á lögum um þungunarrof í Færeyjum
Jafnréttisráðherra Færeyja hefur lagt fram frumvarp sem heimilar þungunarrof til og með tólftu viku meðgöngu. Um er að ræða stóra breytingu en hingað til hefur þungunarrof verið svo gott sem ólöglegt í Færeyjum.

Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum
Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið.

Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför
Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju.

Árið 2023 það hlýjasta í sögunni
Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Frakklands
Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakklands og verður hann jafnframt sá yngsti til að gegna embættinu í sögunni. Hann hefur síðustu mánuði gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Macrons forseta.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við stjórnarmann hjá Dýraverndarsambandi Íslands sem segir lög um velferð dýra hafa verið gengisfelld í áliti Umboðsmanns Alþingis á dögunum.

Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft
Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki.

Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið
Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing.

Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka
Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn.

Banna ræktun og slátrun hunda til manneldis
Ný lög hafa verið samþykkt í Suður-Kóreu sem miða að því að binda enda á slátrun og sölu hundakjöts. Markmiðið er að útrýma þeim sið að leggja sér kjötið til munns árið 2027.