Innlent

Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi

Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um stöðuna á kjarasamningsviðræðum en samninganefnd Eflingar ákvað í gær að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun á meðal ræstingarfólks.

Innlent

Björguðu einum út úr í­búðinni

Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni.

Innlent

Kvikumagnið heldur á­fram að aukast

Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga.

Innlent

Funda ekki í dag

Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið.

Innlent

Eldur kviknaði í fjöl­býli í Yrsufelli

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Innlent

Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag

Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt.

Innlent

Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skatt­svik

Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga.

Innlent

Sér fram á verk­falls­boðun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins.

Innlent

„Gjör­sam­lega mis­boðið yfir stöðunni“

Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið.

Innlent

Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist.

Innlent

Skoða að byggja nýja slökkvi­stöð

Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. 

Innlent

Þegar Ari Trausti rauk úr beinni út­sendingu

Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna.

Innlent