
Handbolti

Segir að Guðmundur fái þá til að trúa því að þeir geti unnið alla
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia stigu stórt skref í átt að undanúrslitum um danska meistaratitilinn með því að ná jafntefli á móti GOG.

Sigursteinn: Viðbjóðslega svekkjandi
Sigursteinn Arndal var eðlilega mjög svekktur eftir ótrúlegt tap í öðrum leik liðanna en FH voru betri aðilinn meginhluta leiksins.

Umfjöllun, viðtal og myndbönd: ÍBV - FH 31-29 | ÍBV komið í 2-0 eftir ótrúlega endurkomu
ÍBV er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Lokatölur 31-29 eftir framlengingu en ÍBV vann upp átta marka forskot FH í síðari hálfleik venjulegs leiktíma.

Selfoss knúði fram oddaleik
Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag.

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku
Einar Þorsteinn Ólafsson og Daníel Freyr Andrésson voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Gríðarleg spenna í Þýskalandi: Gísli Þorgeir með 4 mörk í sigri
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skoraði fjögur mörk í sigri Magdeburg á Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Magdeburg sem reynir að skáka Kiel á toppi deildarinnar.

Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri
Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni.

Veikur Teitur kom ekkert við sögu í tapi Flensburg
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Teitur Örn Einarsson, kom ekkert við sögu í tapi Flensburg gegn Fusche Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið
Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa.

„Handboltinn á þessu stigi er ótrúlega skemmtilegur“
Sara Sif Helgadóttir var hin kátasta eftir leik Stjörnunnar og Vals enda varði hún átján skot (49 prósent) í sjö marka sigri Valskvenna, 20-27, sem eru komnar í úrslit Olís-deildarinnar.

Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“
Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð
Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum.

Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri
„Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik.

Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum
Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26.

Jafnt í þýðingalitlum Íslendingaslag
Álaborg og Ribe-Esbjerg gerðu 36-36 jafntefli í síðasta leik liðanna í úrslitakeppnisriðli í danska handboltanum í dag. Álaborg var búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum fyrir leikinn.

Undraverður bati Blæs vekur mikla athygli: „Það eina sem ég hef hugsað um“
Margir ráku upp stór augu þegar að Blær Hinriksson, sem meiddist illa á dögunum í leik með Aftureldingu, sneri óvænt aftur inn á völlinn í undanúrslitum Olís deildarinnar í gærkvöldi.

Ræddu illviðráðanlegt vandamál Garðbæinga: „Ég bara skil þetta ekki“
Það hefur verið viðloðandi leik kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta nú í langan tíma að liðið byrjar leiki sína afar illa. Það hefur gengið erfiðlega fyrir þjálfarateymi liðsins að finna lausnir á þessu vandamáli sem var til umræðu í nýjasta þætti Kvennakastsins.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum
Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil.

„Lélegir feilar og skot sóknarlega sem fóru með okkur“
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir fjögurra marka tap hans manna gegn Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Tólf mörk Kristjáns dugðu ekki til
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður franska liðsins PAUC skoraði tólf mörk í tapi liðsins gegn Chambéry í efstu deild Frakklands í kvöld.

Felist tækifæri í brekkunni sem Stjarnan gæti átt fram undan
Í vikunni var greint frá því að vænta mætti töluverðra breytinga á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili. Aðalstyrktaraðili deildarinnar, TM, hverfur á braut og ljóst að félagið mun þurfa að sníða sér stakk eftir vexti.

Urðu Íslandsmeistarar þegar þeir slógu Haukana síðast út
Afturelding hefur þurft að bíða lengst eftir Íslandsmeistaratitlinum af liðunum fjórum sem standa eftir í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta.

„Hann sveik dálítið liðið“
FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31.

KA missir færeyskar spænir úr aski sínum
Báðir færeysku landsliðsmennirnir sem hafa leikið með KA undanfarin ár eru farnir frá félaginu. Þetta eru hornamaðurinn Allan Norðberg og markvörðurinn Nicholas Satchwell.

„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“
Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma.

Tryggvi Garðar úr rauðu í blátt
Handboltamaðurinn Tryggvi Garðar Jónsson er genginn í raðir Fram frá Val. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“
Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað.

Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“
Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári.

„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“
Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum.

Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið.