

Eistland fer með þriggja marka forskot í seinni leik sinn á móti Úkraínu í undankeppni HM í handbolta.
Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar.
ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Aþenu þar sem það mætir Grikklandi í tveimur vináttulandsleikjum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2026 þann 21. mars næstkomandi.
Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það.
Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals.
Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var í kvöld valinn besti leikmaður ársins árið 2023.
Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið í handbolta sem spilar á næstunni tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra.
Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varð í gær bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum og bætti því enn einum titlinum við magnaða ferilskrá sína.
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.
Evrópumeistarar Magdeburgar hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á toppliði Füchse Berlín í dag.
Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson fær ekki langan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum með Hlíðarendafélaginu því strákurinn er á leiðinni út með íslenska landsliðinu.
Benedikt Gunnar Óskarsson var í gær fyrsti maðurinn í sögu bikarúrslitaleik karla í handbolta til skora fimmtán, sextán eða sautján mörk í einum úrslitaleik.
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið.
Valur varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í handbolta er félagið tryggði sér titilinn í bæði karla- og kvennaflokki.
Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í marki Vals í dag er liðið tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki með þriggja marka sigri gegn Stjörnunni, 25-22.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er Kadetten Schaffhausen vann fimm marka sigur gegn Wacker Thun í undanúrslitum svissnesku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld, 30-25.
Valur vann stórsigur gegn ÍBV í úrslitum Powerade-bikarsins 31-43. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór á kostum og allt sem hann snerti breyttist í gull. Benedikt skoraði samtals 17 mörk.
Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni í dag. Valur vann 25-22 sigur á Stjörnunni og Thea skoraði fimm mörk í leiknum.
Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Stjörnunni 25-22. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur gekk á lagið í síðari hálfleik og tryggði níunda bikarmeistaratitilinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Valur vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins árið 2024. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn.
Eyjamenn urðu fyrir áfalli í aðdraganda bikarúrslitaleiks karla í handbolta þegar í ljós kom að meiðsli Ívars Bessa Viðarssonar voru alvarleg.
Melsungen vann botnlið Balingen á útivelli, 25-22, í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.
Eyjakonur sóttu afar öruggan sigur til Akureyrar í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 18-27.
Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld.
Vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjölskyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æskuslóðirnar á Akureyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir uppeldisfélag sitt Þór. Fjölskyldan var farinn að þrá íslenska lífið.
Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti.
Stjarnan vann eins marks sigur gegn Selfyssingum 26-25 í ótrúlegum leik. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni hafði Stjarnan betur og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn.
Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Leipzig í kvöld þegar liðið vann tveggja marka sigur á Stuttgart, gamla liðinu hans Viggós, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Lokatölur 27-25.