Körfubolti

Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því

„Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara

Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leik­mönnum deildarinnar“

Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Körfubolti