Lífið

Stóð ógn af Braga Páli á fram­halds­skóla­árunum

Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska.

Lífið

Lygilega góð dansatriði hjá liðunum í Stóra sviðinu

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Lífið

5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa til­kynnt rangan keppanda

Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.

Lífið

„Enginn getur allt en við getum öll gert eitthvað“

„Við eigum öll kost á að taka þátt í sjálfbærni sama hvort um er að ræða í stóru eða smáu samhengi“, segir Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastýra og stofnandi Vinnupalla og fjárfestir. Hún segir að góð leið sé að velja sér eitt eða nokkur af sautján sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, vinna með þau í nærumhverfinu og æfa sig síendurtekið.

Lífið

„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“

Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 

Lífið

Réði „paparazzi“ til að þykjast vera fræg á afmælinu sínu

Afmælisstelpan Alyssa borgaði ljósmyndurum til þess að mæta í afmælið sitt, taka myndir, kalla á sig og þykjast vera fræg. Gamanið hófst þó á hrekkjavöku þegar ljósmyndarinn Kieran Murray og vinir hans klæddu sig upp sem „paparazzi“ og má segja að þeir hafi verið í hlutverkinu síðan.

Lífið

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið

Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði

„Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil.

Lífið