Lífið

Líkt við apa og klappað eins og hundi
Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni.

Barnalán hjá Batman
Leikaraparið Robert Pattinson og Suki Waterhouse eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum.

Svar við spurningu lesanda: Hvað má fróa sér oft í viku?
„Hvað má fróa sér oft í viku?” spyr ein 24 ára kona, og hversu góð spurning er það?

„Fór langt fram úr mínum björtustu vonum“
Tónlistarmaðurinn Jóhann Egill var að senda frá sér sína fyrstu sóló plötu sem ber heitið LUCID DREAMING MOMENTS.

„Ég get ekki gert upp á milli barna“
Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið.

Þingforseti, borgarfulltrúi og Frikki Dór í fjölmennu útgáfuhófi
Það var bæði fjölmennt og góðmennt í Bókabúð Forlagsins á dögunum þegar Einar Lövdahl Gunnlaugsson hélt útgáfuhóf í tilefni af útgáfu bókar sinnar Gegnumtrekkur.

Handboltagoðsögn selur glæsihús í Garðabæ
Handboltagoðsögnin Patrekur Jóhannesson og eiginkona hans Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Brekkugötu í Urriðaholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 242 milljónir.

Draumkennd framtíðarvitrun frá heitustu danssveit landsins
Ofurdanssveitin Gusgus var að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýja útgáfu sem á sér þó langa sögu.

Bein útsending: Veglegir vinningar í páskabingói Blökastsins
Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stóðu fyrir árlega páskabingói Blökastsins klukkan 19:30 í kvöld. Sýnt var frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Ætlaði sér alltaf að verða leikari
Sindri Sindrason hitti sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson á hans uppáhalds kaffihúsi Kaffi Vest í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Júlí Heiðar og Þórdís eiga von á stelpu: „Djöfull var ég tekin“
Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eiga von á stúlku ef marka má bleika litinn í óvæntu steypiboði Þórdísar um helgina. Hún sagðist alsæl hafa óskað eftir því að slík veisla yrði ekki haldin.

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson
Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Chess After Dark strákarnir boða til einvígis aldarinnar
Knattspyrnuáhugamenn og skákáhugamenn ættu að taka Skírdag frá. Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari FH, og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og ástkærasti lýsir landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi.

Arnar Grant og Vítalía á kaffihúsi og RÚV þrenna í miðborginni
Sólin hækkar alltaf á lofti með hverjum deginum sem líður og vorjafndægur gengu loks í garð. Nú er tíminn til að tjútta, sýna sig og sjá aðra. Njóta lífsins og hafa gaman. Saman.

Fjandinn laus þegar málshættina vantar
Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum.

Palli snöggreiddist þegar hann var sakaður um að hafa verið tjokkó
Fyrsti þátturinn af Öll þessi ár fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2.

GameTíví: Pac-Man, hryllingur og framboðstilkynning
Það verður ansi margt um að vera hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla meðal annars að keppa í Pac-Man, spilla hryllingsleiki og svo er óvænt tilkynning.

Undurfagrar páskaskreytingar
Páskarnir eru handan við hornið með tilheyrandi veisluhöldum og samverustundum. Mínímalískar og undurfagrar páskaskreytingar lífga upp á heimilið og er sannkallaður vorboði.

Keypti íbúðina af huggulegustu hommum landsins
Listakonan Rakel Tómasdóttir festi kaup á 55 fermetra íbúð á efstu hæð við Laugaveg 40 A. Rakel er mikil miðbæjarpía og gæti ekki hugsað sér að búa neinstaðar annars staðar.

Átján ára og stefna langt
Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn.

Myndaveisla: Bjarni Ben skálaði fyrir einstökum Audi
Það var margt um manninn, vor í lofti og gleði á hverju andliti í Sjálandi í Garðabæ síðastliðinn fimmtudag þar sem Audi og Arion banki buðu til síðvetrarkokteils.

Eyþór stillti Eivøru upp við vegg og lét hana flytja lagið Running Up That Hill
Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga mætti færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir og fór á kostum.

„Harry Klein“ er látinn
Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Súperstjörnur landsins fögnuðu með GDRN
Ofurstjarnan GDRN fagnaði nýrri plötu með pomp og prakt á veitingastaðnum Önnu Jónu í síðastliðinni viku. Platan ber heitið Frá mér til þín og inniheldur átta einlæg og poppskotin lög.

Stjörnulífið: Hlustendaverðlaunin, ferðalög og afmælisgleði
Liðin vika var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Hlustendaverðlaunin og plötuútgáfur báru þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða dilla mjöðmunum í austurrísku Ölpunum.

Vill komast aftur í vinnuna
Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina
Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sigur Daníels á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

„Hann er með svona Connery áru yfir sér“
Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery.

Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi
Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat.

Hlustendaverðlaunin 2024: Þegar Sveppi og Ásgeir Orri mættu óvænt á sviðið
Allt ætlaði um koll að keyra á Hlustendaverðlaunum 2024 þegar óvæntir leynigestir mættu á sviðið með þeim Audda og Steinda. Þar tóku þeir mörg af sínum þekktustu lögum, lögum sem landsmenn hafa skemmt sér við um árabil.