Lífið

Spartverjar á Íslandi

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

Bíó og sjónvarp

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Lífið

Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu

Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.

Lífið

„Ovule er mín skilgreining á ást"

Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð.

Albumm

Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli

Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 

Lífið

„Eins og að vera í íslensku felulitunum“

66°Norður gefur út Dyngju úlpuna í sérstakri útgáfu með jöklaprenti. Úlpan ber mynd sem ljósmyndarinn Benjamin Hardman tók af íslenskum jöklum. Hann hefur síðustu misseri vakið mikla athygli fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru.

Lífið

Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu

Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. 

Lífið

Vera opnar RIFF í ár

Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum.

Bíó og sjónvarp