Lífið

Arnhildur til­nefnd til verð­launa

Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.

Lífið

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið

Sterk sumarást í sveitinni kveikti á­hugann á þýskunni

„Textalega séð hef ég alltaf verið talsvert persónuleg,“ segir tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem notast við listamannsnafnið Fabúla. Blaðamaður ræddi við hana um listina en hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi.

Tónlist

Egill og Íris eignuðust stelpu

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eignuðust stúlku þann 26. júní síðastliðinn.

Lífið

Freyja snýr sér að þáttastjórnun

Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks.

Lífið

Garðar Gunn­laugs að verða afi

Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

Lífið

Tónlistarveisla fram­undan í Skál­holti

Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann.

Lífið

Fram­hjá­höld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann

„Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin.

Áskorun

Andrés og Margrét gengin í það heilaga

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Moombix og söngkona, giftu sig við hátíðlega athöfn í Dómkirkunni í dag.

Lífið

Bankaforstjóri selur glæsi­hýsi í Laugar­dalnum

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, hefur sett glæsilegt hús að Dyngjuvegi 2 í 104 Reykjavík á sölu. Húsið er 594 fermetra einbýlishús, þar af er 55 fermetra bílskúr með hjólageymslu. Húsið er staðsett á 1704 fermetra glæsilegri lóð með útsýni yfir Laugardalinn. Óskað er eftir tilboðum í eignina en fasteignamatið er 289.250.000 krónur.

Lífið

„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“

Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni

Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók.

Lífið

Nostalgía og glæ­nýr sumarsmellur

Aron Már Ólafsson, Aron Mola og Arnar Þór Ólafsson, stjórnendur hlaðvarpsins Ólafssynir í Undralandi og Egill Ploder Ottósson útvarpsmaður gáfu út nýtt lag á miðnætti. Lagið heitir 0 upp í 100 og lýsa þeir því sem einhvers konar samblöndu af country, dans og partý tónlist.

Lífið